Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
1.Tillaga um viðbyggingu við Árskóla
Málsnúmer 1203014Vakta málsnúmer
Stefán Vagn Stefánsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að hafnar verði framkvæmdir við viðbyggingu Árskóla á Sauðárkróki. Í fyrsta áfanga verksins verður farið í nýbyggingu ofan á búningsaðstöðu íþróttahúss, sem nemur 960 fm, og viðbyggingu á c-álmu til suðurs sem nemur 450 fm. Nýbyggingar nema því 1410 fm alls.
Endurbætur verða að auki gerðar á núverandi c-álmu og lúta þær að lagfæringum á matsal, eldhúsi, bókasafni, kennaraaðstöðu, tónmenntastofu í kjallara, auk uppbyggingar textílaðstöðu í anddyri íþróttahúss. Endurbætur verða því gerðar innanhúss á núverandi húsnæði sem nemur 1063 fm.
Alls nema nýbyggingar og endurbætur í fyrsta áfanga verksins 2473 fm.
Áætlaður kostnaður við framkvæmdirnar er kr. 480.644.423,- án lóðar en áætlað er að lóðafrágangur norðan húss nemi kr. 37.734.000,- Alls er því áætlað að fyrsti áfangi framkvæmda við Árskóla muni kosta kr. 518.378.423,-
Tillaga þessi er samþykkt með fyrirvara um fjármögnun. Fyrir liggur að Kaupfélag Skagafirðinga hefur boðist til að lána fjármagn til verksins, án vaxta og afborgana á meðan á byggingartíma stendur. Nánari útfærsla lánsfjármögnunar og úttekt á mögulegum fjármögnunarkostum til lengri tíma verður falin sveitarstjóra og byggingarnefnd Árskóla.
Greinargerð
Lengi hefur legið fyrir að aðbúnaði grunnskólabarna og grunnskólastarfsfólks hefur verið ábótavant á Sauðárkróki. Árskóli á Sauðárkróki er í dag starfræktur á tveimur stöðum, þ.e. efra stig í húsnæði við Skagfirðingabraut og neðra stig í eldra húsnæði við Freyjugötu. Það húsnæði er í brýnni þörf fyrir endurbætur sökum leka, lélegrar torfeinangrunar o.fl. og er ekki boðlegur vinnustaður fyrir börn eða starfsmenn eins og þar háttar í dag. Húsnæðið við Freyjugötu var byggt árið 1947 og hefur því þjónað hlutverki sínu í 65 ár. Ljóst er að ráðast þarf í umfangsmiklar endurbætur og viðhald á þessu húsnæði ef það á að uppfylla reglugerð um gerð og búnað grunnskólahúsnæðis og skólalóða, lög um grunnskóla, uppfylla kröfur um aðgengi fyrir fatlaða og þjóna hlutverki sínu sem skólahúsnæði til næstu ára og áratuga. Áætlaður kostnaður við slíkar endurbætur nemur yfir 200 milljónum króna.
Fyrirliggjandi tillögur, ólíkt þeim tillögum sem áður voru, gera ekki ráð fyrir að skerða núverandi íþróttasvæði norðan skólahúss og er með því komið til móts við háværar raddir íbúa sem mótmælt höfðu þeirri fyrirætlan.
Reiknað hefur verið út fjárhagslegt hagræði við að sameina Árskóla á einn stað. Þar ber helst að nefna fækkun stöðugilda, sparnað í akstri og sparnað í rekstrarkostnaði en þessi hagræðing er talin nema að lágmarki 32 milljónum króna á ári hverju. Til samanburðar má geta þess að áætlaðar afborganir vegna fyrirhugaðra framkvæmda nema um 37 milljónum króna á ári. Má því segja að raunkostnaður sveitarfélagsins vegna þeirra sé áætlaður um 5 milljónir króna á ári. Kann hann að vera enn lægri þar sem í áætlunum þessum er ekki tekið tillit til þess að þörf getur skapast til að fjölga bekkjardeildum vegna þess að skólastofur séu of litlar til að rúma bekkjardeildir í samræmi við lög. Þá er ótalinn sá kostnaður sem sveitarfélagið þyrfti að ráðast í á eldri mannvirkjum. Jafnframt má geta faglegs ávinnings við að sameina skólastarf undir einu þaki sem og gjörbreytta vinnuaðstöðu nemenda og starfsfólks Árskóla.
Samkvæmt nýrri úttektarskýrslu Centra Corporate Finance ?Mat á áhrifum viðbyggingar við Árskóla á fjárhag Sveitarfélagsins Skagafjarðar? rúmast framkvæmdin vel innan þeirra marka sem sett eru varðandi skuldaþekju sveitarfélaga, sbr. 64. gr. laga nr. 138/2011 og mun ekki fara yfir þau viðmiðunarmörk sem sett eru í þessum nýju lögum.
Niðurstaða úttektarskýrslu Centra er sú að miðað ?við þær forsendur um kostnað og fjármögnun sem framkvæmdin byggir á, auk þess rekstrarhagræðis sem af henni hlýst, er viðbygging við Árskóla mun hagfelldari fyrir sveitarfélagið og mun hafa jákvæð áhrif á fjárhag sveitarfélagsins?.
Stefán Vagn Stefánsson
Bjarni Jónsson
Jón Magnússon
Sigríður Magnúsdóttir
Bjarki Tryggvason
Viggó Jónsson
Sigríður Svavarsdóttir
Jón Magnússon og Sigurjón Þórðarson kvöddu sér hljóðs.
Þorsteinn Tómas Broddason tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun.
Tillaga meirihluta Sveitarstjórnar með stuðningi sjálfstæðismanna um viðbyggingu Árskóla virðist hvorki vera með velferð barna í fyrirrúmi eða innibera hagræðingu fyrir sveitarfélagið. Kostnaður við rekstur skólans mun aukast við þessa framkvæmd og ekki stendur til að aðlaga skólalóðina að þörfum yngstu nemendanna. Rekstur sveitarfélagsins á árinu 2011 var mjög slæmur og lítið sem ekkert hefur verið gert til að laga hann á árinu 2012. Viðbygging Árskóla er ekki til þess fallin að lækka kostnað sveitarfélagsins. Tillögur um viðbyggingu Árskóla eru því mjög óábyrgar og ætti að endurskoða áður en ákvörðun er tekin um framkvæmdir. Ég greiði því atkvæði gegn framkomnum tillögum um viðbyggingu við Árskóla.
Bjarki Tryggvason kvaddi sér hljóðs.
Sigurjón Þórðarson, fulltrúi Frjálslyndra og óháðra, tók til máls og óskar að bókað verði.
Eðlilegt er að fresta afgreiðslu málsins og hafa kynningu á kostnaðarsömum framkvæmdum sem snerta alla íbúa sveitarfélagsins. Algjört lágmark er að kynna fyrir íbúum teikningar af fyrirhuguðum framkvæmdum þó að það væri ekki gert með öðrum hætti en með því að setja teikningar af viðbyggingu á heimasíðu sveitarfélagsins.
Ljóst er að framkvæmdirnar kalla á mun meiri kostnað en tiltekinn er í áætlunum s.s. við endurbætur á skólahúsnæði við Freyjugötu og Árvistinni. Fjárhagslegar forsendur byggingaframkvæmdanna, hvíla á hagræðingaraðgerðum sem voru boðaðar frá því að núverandi meirihluti tók við völdum en ekkert bólar enn á.
Viggó Jónsson tók til máls, þá Þorsteinn Tómas Broddason, Bjarni Jónsson, með leyfi forseta, Þorsteinn Tómas Broddason, Stefán Vagn Stefánsson og Sigurjón Þórðarson.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með sjö atkvæðum gegn tveimur.
2.Byggðarráð Skagafjarðar - 580
Málsnúmer 1201017FVakta málsnúmer
Fundargerð 580. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 287. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Sigurjón Þórðarson kvaddi sér hljóðs, þá Ásta Björg Pálmadóttir og Stefán Vagn Stefánsson.
2.1.Útgreiðsla úr varasjóði Byggðasamlags um málefni fatlaðra á NLV.
Málsnúmer 1110192Vakta málsnúmer
2.2.Endurnýjun samnings við Náttúrustofu
Málsnúmer 1201141Vakta málsnúmer
2.3.Málefni Kolkuóss í Skagafirði
Málsnúmer 1201076Vakta málsnúmer
2.4.Samningur um afnot og stuðning við rekstur Reiðhallar
Málsnúmer 1201106Vakta málsnúmer
2.5.Umsókn um styrk 2012
Málsnúmer 1201169Vakta málsnúmer
2.6.Veraldarvinir - fyrirspurn
Málsnúmer 1201148Vakta málsnúmer
2.7.Hluthafafundur
Málsnúmer 1201201Vakta málsnúmer
2.8.Þjóðlendukröfur á Norðvesturlandi
Málsnúmer 1201163Vakta málsnúmer
3.Byggðarráð Skagafjarðar - 581
Málsnúmer 1202001FVakta málsnúmer
Fundargerð 581. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 287. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Sigurjón Þórðarson kvaddi sér hljóðs.
3.1.Gólfefni til varnar parketi í íþróttahúsi
Málsnúmer 1110199Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 581. fundar byggðaráðs staðfest á 287. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
3.2.Aðstaða fyrir blaðamenn á Sauðárkróksvelli
Málsnúmer 1201221Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 581. fundar byggðaráðs staðfest á 287. fundi sveitarstjórnar átta atkvæðum. Stefán Vagn Stefánsson tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.
3.3.Ósk um rökstuðning
Málsnúmer 1201236Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 581. fundar byggðaráðs staðfest á 287. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
3.4.Sólgarðaskóli - sumarleiga
Málsnúmer 1201263Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 581. fundar byggðaráðs staðfest á 287. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
3.5.Fyrirspurnir fyrir Byggðaráð
Málsnúmer 1201290Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 581. fundar byggðaráðs staðfest á 287. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
3.6.Málþing um sveitarstjórnarmál á Akureyri
Málsnúmer 1201205Vakta málsnúmer
3.7.Þriggja ára áætlun 2013-2015
Málsnúmer 1201004Vakta málsnúmer
Afgreiðslu málsins vísað til 15. liðar á dagskrá fundarins "Þriggja ára áætlun 2013-2015" Samþykkt samhljóða.
3.8.Byggingarnefnd Árskóla - 5
Málsnúmer 1201019FVakta málsnúmer
Afgreiðsla 581. fundar byggðaráðs staðfest á 287. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
3.9.Gögn fyrir nefndina
Málsnúmer 1201229Vakta málsnúmer
3.10.Samningur við Markaðsskrifstofu Norðurlands
Málsnúmer 1201274Vakta málsnúmer
4.Byggðarráð Skagafjarðar - 582
Málsnúmer 1202004FVakta málsnúmer
4.1.Fornleifavernd ríkisins
Málsnúmer 1202084Vakta málsnúmer
4.2.Siðareglur
Málsnúmer 1112324Vakta málsnúmer
Afgreiðslu málsins vísað til 14. liðar á dagskrá fundarins "Siðareglur" Samþykkt samhljóða.
4.3.Fyrirspurnir fyrir byggðarráð
Málsnúmer 1201290Vakta málsnúmer
4.4.Beiðni um aukið samstarf
Málsnúmer 1202052Vakta málsnúmer
4.5.Umsögn um fjögurra ára samgönguáætlun
Málsnúmer 1202062Vakta málsnúmer
4.6.Umsögn um samgönguáætlun 2011 - 2022
Málsnúmer 1202063Vakta málsnúmer
4.7.Umsögn um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða, mál 408
Málsnúmer 1202079Vakta málsnúmer
4.8.Bakkaflöt Ferðaþjónusta-Umsagnarbeiðni v.rekstarleyfi
Málsnúmer 1202075Vakta málsnúmer
4.9.Bréf til forsætisráðherra frá SSNV - ósk um samstarf
Málsnúmer 1202082Vakta málsnúmer
5.Byggðarráð Skagafjarðar - 583
Málsnúmer 1202013FVakta málsnúmer
5.1.Beiðni um aukið samstarf
Málsnúmer 1202052Vakta málsnúmer
5.2.Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða
Málsnúmer 1202092Vakta málsnúmer
5.3.Löngumýrarskóli - Umsögn um rekstarleyfi
Málsnúmer 1202220Vakta málsnúmer
5.4.Evrópsk viðurkenning til strandbæja
Málsnúmer 1202228Vakta málsnúmer
5.5.Vinabæjarmót í Köge
Málsnúmer 1202125Vakta málsnúmer
5.6.Siðareglur
Málsnúmer 1112324Vakta málsnúmer
Afgreiðslu málsins vísað til 14. liðar á dagskrá fundarins "Siðareglur" Samþykkt samhljóða.
5.7.Atvinnuátakið vinnandi vegur
Málsnúmer 1202229Vakta málsnúmer
5.8.Uppgjör framlaga vegna ársins 2011
Málsnúmer 1202161Vakta málsnúmer
5.9.Ályktun kirkjuþings
Málsnúmer 1202124Vakta málsnúmer
5.10.Byggingaframkvæmdir við Árskóla
Málsnúmer 1202252Vakta málsnúmer
5.11.SSNV Fundargerðir stjórnar 2012
Málsnúmer 1201010Vakta málsnúmer
6.Byggðarráð Skagafjarðar - 584
Málsnúmer 1202017FVakta málsnúmer
Fundargerð 584. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 287. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Sigurjón Þórðarson kvaddi sér hljóðs, þá Stefán Vagn Stefánsson, Þorsteinn Tómas Broddason, Ásta Björg Pálmadóttir, Sigurjón Þórðarson.
6.1.Vinabæjarmót í Köge
Málsnúmer 1202125Vakta málsnúmer
Sigurjón Þórðarson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun.
Í ljósi hundruða milljóna króna halla á rekstri sveitarfélagsins í fyrra og allt útlit fyrir aukinn hallarekstur á árinu 2012, auk gríðarlegar skuldaaukningar sveitarfélagsins, þá er ekki hægt að bjóða skattgreiðendum sveitarfélagins upp á að kosta á annan tug fulltrúa til útlanda á vinabæjarmót. Við núverandi aðstæður í fjármálum sveitarfélagsins, er óverjandi að efna til mikillar hópferðar til útlanda í óljósum tilgangi.
Afgreiðsla 584. fundar byggðaráðs staðfest á 287. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
6.2.XXVI. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
Málsnúmer 1202305Vakta málsnúmer
6.3.Þriggja ára áætlun 2013-2015
Málsnúmer 1201004Vakta málsnúmer
Afgreiðslu málsins vísað til 15. liðar á dagskrá fundarins "Þriggja ára áætlun 2013-2015" Samþykkt samhljóða.
6.4.Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða
Málsnúmer 1202092Vakta málsnúmer
6.5.Skýrsla vegna byggingar Árskóla
Málsnúmer 1202267Vakta málsnúmer
Sigurjón Þórðarson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun.
Skýrsla Centra um fjárhagslega áhrif viðbyggingar við Árskóla á fjárhag sveitarfélagsins, byggir fyrst og fremst á óraunhæfum áætlunum og framreiknuðum hagræðingaraðgerðum í rekstri Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem ekki bólar enn á. Á óvart kemur sömuleiðis að Centra skuli leggja það til að farið verið á svig við 64. grein nýsamþykktra sveitarstjórnarlaga, sem kveður á um 150% skuldaþak.
Stefán Vagn Stefánsson tók til máls og ítrekar fyrri bókun byggðarráðs.
?Ljóst er út frá þeim gögnum sem fyrir liggja að sveitarfélagið ræður vel við framkvæmdina. Með henni fer sveitarfélagið ekki upp fyrir það skuldaþak sem sett hefur verið og munar nokkru þar um. Niðurstöður skýrslunnar eru eftirfarandi og tala þær sínu máli: "Ástand núverandi skólahúsnæðis að Freyjugötu veldur því að nauðsynlegt er að verja verulegum fjármunum til viðhalds eða byggja viðbyggingu við Árskóla. Miðað við þær forsendur um kostnað og fjármögnun sem framkvæmdin byggir á, auk þess rekstrarhagræðis sem af henni hlýst, er viðbygging við Árskóla mun hagfelldari fyrir sveitarfélagið og mun hafa jákvæð áhrif á fjárhag sveitarfélagsins."
Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri tók til máls og lagði fram eftirfarandi:
Sveitarstjóri óskar bókað, í 64.grein sveitarstjórnarlaga stendur m.a.:
64. gr. Viðmiðanir um afkomu og fjárhagsstöðu sveitarfélaga.
Ráðherra skilgreinir í reglugerð nánar þau viðmið sem lögð eru til grundvallar skv. 2. mgr., þar á meðal um útgjöld, tekjur, eignir, skuldir og skuldbindingar og aðlögun sveitarfélaga að þeim. Þar skal jafnframt heimilt að undanþiggja nánar tilgreindar skuldir eða skuldbindingar einstakra sveitarfélaga þannig að þær hafi engin eða aðeins hlutfallsleg áhrif skv. 2. tölul. 2. mgr.
Afgreiðsla 584. fundar byggðaráðs staðfest á 287. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
6.6.Tunguhlið 146244 - Tilkynning um aðilaskipti að landi
Málsnúmer 1202281Vakta málsnúmer
6.7.Brautartunga land A(220726)-Tilkynning um aðilaskipti að landi
Málsnúmer 1202282Vakta málsnúmer
7.Atvinnu- og ferðamálanefnd - 80
Málsnúmer 1202007FVakta málsnúmer
Fundargerð 80. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 287. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
7.1.JEC Composities sýning í París 27.-29. mars.
Málsnúmer 1202152Vakta málsnúmer
7.2.Atvinnulífsýning í Skagafirði 2012
Málsnúmer 1109259Vakta málsnúmer
8.Félags- og tómstundanefnd - 182
Málsnúmer 1201010FVakta málsnúmer
8.1.Fjárhagsaðstoð 2012 trúnaðarbók
Málsnúmer 1201097Vakta málsnúmer
8.2.Aðsókn í sundlaugar árið 2011
Málsnúmer 1201056Vakta málsnúmer
8.3.Afgreiðslutími sundlauga 2012
Málsnúmer 1201153Vakta málsnúmer
Forseti leggur til að afgreiðslu málsins verði vísað til afgreiðslu 7. liðar á dagskrá 183. fundargerðar félags- og tómstundanefndar. Samþykkt samhljóða.
8.4.Reglur um útleigu íþróttahússins á Sauðárkróki
Málsnúmer 1110199Vakta málsnúmer
8.5.Samningur um afnot og stuðning við rekstur Reiðhallar
Málsnúmer 1201106Vakta málsnúmer
8.6.Skipting styrkja 2012
Málsnúmer 1201077Vakta málsnúmer
8.7.Upplýsingarit til kynningar
Málsnúmer 1111193Vakta málsnúmer
8.8.Húsaleigubætur nemenda
Málsnúmer 1108111Vakta málsnúmer
8.9.Styrkumsókn 2012- félag eldri borgara í Skagafirði
Málsnúmer 1109183Vakta málsnúmer
8.10.Styrkumsókn - félag eldri borgara Löngumýri
Málsnúmer 1112204Vakta málsnúmer
8.11.Kvennaathvarfið - umsókn um rekstrarstyrk 2012
Málsnúmer 1110253Vakta málsnúmer
8.12.Stígamót beiðni um rekstrarstyrk árið 2012
Málsnúmer 1111089Vakta málsnúmer
8.13.Beiðni um fjárstuðning jan-maí 2012
Málsnúmer 1112209Vakta málsnúmer
8.14.Málefni fatlaðra - fjárhagsáætlun 2012
Málsnúmer 1201030Vakta málsnúmer
8.15.Styrkir vegna verkefna í þágu barna með ADHD
Málsnúmer 1201159Vakta málsnúmer
8.16.Fundargerð þjónustuhóps SSNV 16.12.11
Málsnúmer 1201037Vakta málsnúmer
9.Félags- og tómstundanefnd - 183
Málsnúmer 1202015FVakta málsnúmer
Fundargerð 183. fundar félags- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 287. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Bjarki Tryggvason kynnti fundargerð. Bjarki Tryggvason, Sigurjón Þórðarson, Þorsteinn Tómas Broddason og Bjarni Jónsson með leyfi forseta, kvöddu sér hljóðs.
9.1.Fjárhagsaðstoð 2012 trúnaðarbók
Málsnúmer 1201097Vakta málsnúmer
9.2.Samningur um akstur vegna heimsendingar matar 2012
Málsnúmer 1202070Vakta málsnúmer
9.3.Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014, 440. mál
Málsnúmer 1202024Vakta málsnúmer
9.4.Atvinnuátakið vinnandi vegur
Málsnúmer 1202229Vakta málsnúmer
9.5.Beiðni um aukið samstarf
Málsnúmer 1202052Vakta málsnúmer
9.6.Reglur um húsnæðismál
Málsnúmer 1202136Vakta málsnúmer
9.7.Afgreiðslutími sundlauga 2012
Málsnúmer 1201153Vakta málsnúmer
Bjarki Tryggvason kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi.
Sveitarstjórn leggur til eftirfarandi breytingartillögu:
Breytingartillaga vegna fundargerðar fundar. nr 183, félags-og tómstundanefndar frá 28. febrúar 2012
"Ný tillaga er gerð að breytingu á opnun sundlaugarinnar á Sauðárkróki vorið 2012 fram að breytingum á opnunartíma vegna sumaropnunar.
Opið verður mánudaga til og með fimmtudaga til kl.20.45Um leið verður endurupptekið gjald fyrir einka-/hóptíma í gufuklefa sundlaugarinnar.
Einnig mun fyrirkomulag opnunar sundlaugarinnar í Varmahlíð verða endurskoðað í samræmi við samþykkt samstarfsnefndar síðan 5. mars 2012."
Stefán Vagn Stefánsson
Bjarni Jónsson
Bjarki Tryggvason
Sigríður Magnúsdóttir
Viggó Jónsson
Jón Magnússon
Sigríður Svavarsdóttir
Þorsteinn Tómas Broddason
Sigurjón Þórðarson
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
9.8.Afsláttur í sund fyrir Hólanema
Málsnúmer 1202073Vakta málsnúmer
9.9.Ósk um aðgang í Sundlaug Varmahlíð
Málsnúmer 1202249Vakta málsnúmer
9.10.Aðstaða fyrir blaðamenn á Sauðárkróksvelli
Málsnúmer 1201221Vakta málsnúmer
9.11.Sjálfsbjörg inn í Hús fritímans
Málsnúmer 1202110Vakta málsnúmer
9.12.Heimsókn í Skagafjörð
Málsnúmer 1202224Vakta málsnúmer
9.13.92. ársþing UMSS 22. mars 2012
Málsnúmer 1202131Vakta málsnúmer
9.14.Þakkarbréf vegna góðrar þjónustu
Málsnúmer 1202088Vakta málsnúmer
10.Menningar- og kynningarnefnd - 62
Málsnúmer 1201020FVakta málsnúmer
Fundargerð 62. fundar menningar- og kynningarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 287. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sigríður Magnúsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
10.1.Starfsemi Byggðasafns Skagfirðinga
Málsnúmer 1201235Vakta málsnúmer
11.Skipulags- og byggingarnefnd - 232
Málsnúmer 1202012FVakta málsnúmer
Fundargerð 232. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 287. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Sigurjón Þórðarson, Viggó Jónsson, Sigurjón Þórðarson, Þorsteinn Tómas Broddason, Sigríður Magnúsdóttir og Viggó Jónsson kvöddu sér hljóðs.
11.1.Helluland land A (212709) - Umsókn um nafnleyfi.
Málsnúmer 1201253Vakta málsnúmer
11.2.Neðri-Ás 2 land (220055) - Umsókn um nafnleyfi.
Málsnúmer 1201230Vakta málsnúmer
11.3.Víðines 1 og 2 lóð (146500) - Umsókn um nafnleyfi.
Málsnúmer 1202231Vakta málsnúmer
11.4.Kross 146553 - Umsókn um byggingarreit.
Málsnúmer 1202138Vakta málsnúmer
11.5.Skipulagsstofnun - Landsskipulagsstefna 2012-2024
Málsnúmer 1111036Vakta málsnúmer
11.6.Skipulagsstofnun - Samráðsfundur 26. - 27. apríl 2012
Málsnúmer 1202080Vakta málsnúmer
11.7.Sauðárkrókur 218097 - lóðarmál Aðalgata Skógargata.
Málsnúmer 1201166Vakta málsnúmer
11.8.Hesteyri 2 - Fyrirspurn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 1202031Vakta málsnúmer
11.9.Hesteyri 2 - Lóðarmál
Málsnúmer 1202264Vakta málsnúmer
11.10.Eyrarvegur 20 - Lóðarmál.
Málsnúmer 1202265Vakta málsnúmer
11.11.Eyrarvegur 20 (143289)- Fyrirspurn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 1201207Vakta málsnúmer
11.12.Sauðárkrókur 218097 - Lindargata lóðarmál.
Málsnúmer 1202241Vakta málsnúmer
11.13.Sauðárkrókur 218097 - Freyjugata suður Skagfirðingabr lóðarmál.
Málsnúmer 1202239Vakta málsnúmer
11.14.Sauðárkrókur 218097 - Freyjugata norður Skagfirðingabr lóðarmál.
Málsnúmer 1202238Vakta málsnúmer
11.15.Sauðárkrókur 218097 - Hólmagrund Hólavegur lóðarmál.
Málsnúmer 1202237Vakta málsnúmer
11.16.Sauðárkrókur 218097 - Fornós Hólmagrund lóðarmál.
Málsnúmer 1202236Vakta málsnúmer
11.17.Lambeyri (201897)Umsókn um framkvæmdaleyfi.
Málsnúmer 1202213Vakta málsnúmer
11.18.Raftahlíð 9-Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1202132Vakta málsnúmer
11.19.Bræðraá lóð 211873 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1112425Vakta málsnúmer
11.20.Skagfirðingabraut 26 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1112378Vakta málsnúmer
11.21.Helgustaðir (192697)- Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 1202038Vakta málsnúmer
11.22.Fagranes lóð 2-Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1110266Vakta málsnúmer
11.23.Löngumýrarskóli - Umsögn um rekstarleyfi
Málsnúmer 1202220Vakta málsnúmer
11.24.Bakkaflöt Ferðaþjónusta-Umsagnarbeiðni v.rekstarleyfi
Málsnúmer 1202075Vakta málsnúmer
12.ö Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 11
Málsnúmer 1201022FVakta málsnúmer
Fundargerð 11. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi lögð fram til afgreiðslu á 287. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sigríður Svavarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
12.1.Afgreiðslutími sundlauga 2012
Málsnúmer 1201153Vakta málsnúmer
12.2.Aðsókn í sundlaugar árið 2011
Málsnúmer 1201056Vakta málsnúmer
12.3.Flutningur leikskóla í grunnskólann
Málsnúmer 1112269Vakta málsnúmer
12.4.Endurbætur á skólastjórabústað
Málsnúmer 1112268Vakta málsnúmer
12.5.Sala húsnæðis í Varmahlíð
Málsnúmer 1112270Vakta málsnúmer
13.ö Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 12
Málsnúmer 1203001FVakta málsnúmer
Fundargerð 12. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi lögð fram til afgreiðslu á 287. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sigríður Svavarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
13.1.Afgreiðslutími sundlauga 2012
Málsnúmer 1201153Vakta málsnúmer
13.2.Norðurbrún 1 Varmahlíð
Málsnúmer 1112371Vakta málsnúmer
14.Siðareglur
Málsnúmer 1112324Vakta málsnúmer
Siðareglur kjörinna fulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar, lagðar fram til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Þorsteinn Tómas Broddason kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi.
Breytingartillaga við 5. grein draga að siðareglum kjörinna fulltrúa. Eftirfarandi skuli bæta við greinina.
"Kjörnir fulltrúar skulu einnig gæta þess að innkaupum, fjárfestingum og
leigu, ásamt sölu og útleigu eigna sveitarfélagsins sé þannig háttað að
sem best sé farið með almannafé og ekki hlutast til þess að öðruvísi sé að
málum staðið."
Stefán Vagn Stefánsson tók til máls.
Breytingartillaga Þorsteins T. Broddasonar borin undir atkvæði og felld með sjö atkvæðum gegn einu.
Siðareglur kjörinna fulltrúa Sveitarfélagins Skagafjarðar bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
15.Þriggja ára áætlun 2013-2015
Málsnúmer 1201004Vakta málsnúmer
Þriggja ára fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árin 2013-2015 hefur verið unnin í samvinnu kjörinna fulltrúa, embættismanna og starfsfólks. Ber að þakka það starf. Við það starf var haft að leiðarljósi að þjónustuskerðingar yrðu sem minnstar gagnvart íbúum og kæmu fram þar sem notkun þjónustu væri minnst. Halda þarf þeirri vinnu áfram og greina enn frekar rekstur einstakra þátta og ákveða þjónustustig sveitarfélagsins til framtíðar. Mikilvægt er að samvinna verði áfram meðal allra sem málið snertir í þeirri viðleitni að ná fram þeim markmiðum sem fram eru sett í áætluninni.
Helstu forsendur áætlunar:
Ekki er gert ráð fyrir hækkun á verðlagi. Útsvarsprósentan er óbreytt á milli ára 13,28%, auk 1,2% hækkun útsvars frá ríki, vegna yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Fasteignaskattshlutföll breytast ekki á milli ára. Gert er ráð fyrir nokkrum gjaldskrárhækkunum heilt yfir hjá stofnunum sveitarfélagsins sem er þó stillt í hóf og taka fyrst og fremst mið af vísitöluhækkunum og nýgerðum kjarasamningum.
Rekstur
Samantekið - A og B hluti | ||||||||||||
Verðlag ársins 2012 | ||||||||||||
Áætlun | Áætlun | Áætlun | ||||||||||
Skýr. | 2013 | 2014 | 2015 | |||||||||
REKSTRARREIKNINGUR | ||||||||||||
Tekjur: | 3.391.436 | 3.374.436 | 3.389.436 | |||||||||
| ||||||||||||
| ||||||||||||
Gjöld: |
| 3.078.975 | 3.070.175 | 3.052.726 | ||||||||
Niðurstaða án fjármagnsliða |
| 312.461 | 304.261 | 336.710 | ||||||||
| ||||||||||||
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) |
| -168.211 | -163.579 | -167.323 | ||||||||
| ||||||||||||
Rekstrarniðurstaða | 144.250 | 140.682 | 169.387 | |||||||||
EFNAHAGSREIKNINGUR | ||||||||||||
Eignir | ||||||||||||
Fastafjármunir |
| 6.035.264 | 6.076.793 | 5.983.570 | ||||||||
| ||||||||||||
Veltufjármunir: |
| |||||||||||
Veltufjármunir |
| 478.971 | 488.278 | 522.593 | ||||||||
Eignir samtals |
| 6.514.234 | 6.565.071 | 6.506.164 | ||||||||
| ||||||||||||
Eiginfjárreikningar: | ||||||||||||
Eigið fé |
| 1.353.475 | 1.494.158 | 1.663.544 | ||||||||
Skuldbindingar: |
| |||||||||||
Lífeyrisskuldbindingar |
| 736.802 | 736.802 | 736.802 | ||||||||
Langtímaskuldir: |
| |||||||||||
Skuldir við lánastofnanir |
| 3.702.996 | 3.081.663 | 3.395.251 | ||||||||
Skammtímaskuldir: |
| |||||||||||
Aðrar skammtímaskuldir |
| 339.670 | 339.670 | 339.670 | ||||||||
| 720.961 | 1.252.450 | 710.567 | |||||||||
Skuldir og skuldbindingar samtals |
| 5.160.759 | 5.070.914 | 4.842.619 | ||||||||
| ||||||||||||
Eigið fé og skuldir samtals |
| 6.514.234 | 6.565.071 | 6.506.164 | ||||||||
Sjóðsstreymi: |
| |||||||||||
Niðurstaða ársins |
| 144.250 | 140.682 | 169.387 | ||||||||
Veltufé frá rekstri (til rekstrar) |
| 294.767 | 308.553 | 322.509 | ||||||||
Handbært fé frá rekstri (til rekstrar) |
| 294.767 | 308.553 | 322.509 | ||||||||
SJÓÐSTREYMISYFIRLIT |
|
| ||||||||||
Fjárfestingarhreyfingar: |
|
| ||||||||||
Fjárfesting í varanl. rekstrarfjármunum |
| -332.800 | -222.400 | -102.900 |
| |||||||
Tekin ný langtímalán |
| 430.000 | 260.000 | 650.000 |
| |||||||
Afborganir langtímalána |
| -312.620 | -349.846 | -878.294 |
| |||||||
Langtímask. við eigin fyrirtæki, breyting |
| 0 | 0 | 0 |
| |||||||
|
| |||||||||||
Hækkun (lækkun) á handbæru fé |
| 107.382 | 14.343 | 34.316 |
| |||||||
Handbært fé (fjárþörf) í ársbyrjun |
| 71.655 | 179.037 | 193.380 |
| |||||||
Handbært fé (fjárþörf) í árslok |
| 179.037 | 193.380 | 227.696 |
| |||||||
Veltufé frá rekstri sem fer til að greiða niður skuldir sveitarfélagsins tekur mið af rekstrarafkomu sveitarfélagsins. Það er brýnt að sveitarfélagið leiti leiða til að hagræða í rekstri og/eða auka tekjur sínar á komandi árum til að viðhalda traustri fjárhagsstöðu þess.
Kostnaðareftirlit þarf að vera virkt og fjármálastjórn skipuleg, halda þarf áfram að leita leiða til hagræðingar í rekstri.
Almennt um áætlunina
Þriggja ára áætlun er gerð til að sveitarstjórn horfi til framtíðar og setji sér ramma um rekstur, framkvæmdir og fjármál sveitarfélagsins eftir þeim bestu upplýsingum sem hún hefur. Þannig er reynt að draga upp mynd af því sem búast má við miðað við gefnar, en þó einkum þekktar forsendur og sjá hvað er mögulegt ef við viljum reka sveitarfélagið af ábyrgð og standa vel við allar okkar skuldbindingar og uppfylla jafnframt þær kröfur sem gerðar eru til þjónustu við íbúana.
Í ár munum við vinna þriggja ára áætlun samkvæmt nýjum sveitarstjórnarlögum, þ.e. fjárhagsáætlun næsta árs og fyrir næstu þrjú árin verður unnin samhliða og rædd og samþykkt samhliða. Það mun væntanlega þýða meira álag fyrir nefndir og ráð sveitarfélagsins á þessu hausti en jafnframt, ef allt gengur eftir, að desember og janúar verði ekki eins annasamir og áður.
Ég vil þakka starfsfólki og sveitarstjórnarfulltrúum samstarfið við gerð þessarar áætlunar sem hefur verið gott eins og jafnan áður.
Sauðárkróki 7.mars 2012
Ásta Björg Pálmadóttir
Sveitarstjóri
Þorsteinn Tómas Broddason kvaddi sér hljóðs, þá Sigurjón Þórðarson og Þorsteinn Tómas Broddason sem lagði fram eftirfarandi bókun.
Þriggja ára áætlun sveitarfélags er stefnumótandi plagg sem ætti að vera ljóst hvað verður gert í rekstri og fjárfestingum. Þriggja ára áætlun sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árin 2013-2015 snýst að mestu um að koma einu máli í gegn, það er viðbygging Árskóla. Með þessari framkvæmd verður skuldsetning sveitarfélagsins aukin verulega, án þess að það skili sér í hagræðingu sem hefði jákvæð áhrif á sjóðsstreymi. Á meðan sveitarfélagið Skagafjörður er rekið með miklum halla og meirihluti sveitarstjórnar veigrar sér við að hefja hagræðingu í rekstri get ég ekki stutt þessa áætlun. Ég sit því hjá við afgreiðslu hennar.
Þriggja ára áætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árin 2013-2015 borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Frjálslyndar og óháðra óska bókað að þeir sitji hjá.
16.SKV - Fundargerðir stjórnar 2011
Málsnúmer 1101002Vakta málsnúmer
Fundargerð stjórnar Skagafjarðarveitna frá 15. desember 2011 lögð fram til kynningar á 287. fundi sveitarstjórnar.
17.SKV Fundargerðir stjórnar 2012
Málsnúmer 1201009Vakta málsnúmer
18.Menningarráð Fundargerðir stjórnar 2012
Málsnúmer 1201015Vakta málsnúmer
Fundarðgerð stjórnar Menningarráðs Norðurlands vestra frá 2. febrúar 2012 lögð fram til kynningar á 287. fundi sveitarstjórnar.
19.Heilbrigðiseftirlit - Fundargerðir stjórnar 2012
Málsnúmer 1201014Vakta málsnúmer
20.Samb.ísl.sveit. Fundargerðir stjórnar 2012
Málsnúmer 1201011Vakta málsnúmer
Fundi slitið - kl. 19:30.