Styrkir til fornleifarannsókna úr fornleifasjóði
Málsnúmer 1203383
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 289. fundur - 02.05.2012
Afgreiðsla 63. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 289. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Sviðsstjóri skýrði frá veglegum verkefnastyrkjum sem Fornleifadeild Byggðasafnsins fékk nýlega úr Fornleifasjóði, samtals 4,5 milljónir.
Tvær milljónir fengust til rannsókna á fornum kirkjugarði á Stóru-Seylu á Langholti, ein og hálf milljón fékkst til að ljúka úrvinnslu uppgraftar kirkjugarðs og kumlateigs í Keldudal, Hegranesi og ein milljón fékkst til skráningar minja á strandlengjunni út að austan (austurströnd Skagafjarðar).
Nefndin fagnar styrkjunum sem eru staðfesting á því góða starfi sem unnið er á Byggðasafninu.