Fara í efni

Starfsleyfistrygging - urðunarstaður á Skarðsmóum

Málsnúmer 1203384

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 289. fundur - 02.05.2012

Ásta B. Pálmadóttir sveitarstjóri lagði fram svohljóðandi tillögu að bókun:

Í lögum um starfsleyfi fyrir urðunarstað er gerð krafa um að starfsleyfishafi framvísi tryggingu um fjárhagslega ábyrgð fyrir að staðið verði við þær skyldur sem starfsleyfinu fylgja sbr. 17. gr. reglugerðar nr. 738/2003. Sveitarfélagið Skagafjörður ábyrgist að staðið verði við allar þær skyldur sem starfsleyfi fyrir urðunarstað á Skarðsmóum fylgja, þar á meðal um lokunaraðgerðir og eftirlit í kjölfar lokunar urðunarstaðarins, sbr. 31.gr. laga nr. 55/2003. Ábyrgð þessi gildir allt að 30 árum eftir að urðunarstaðnum hefur verið lokað.

Til máls tóku Jón Magnússon, Ásta B. Pálmadóttir, Sigurjón Þórðarson

Forseti bar bókunina upp til samþykktar og var hún samþykkt með níu atkvæðum.