Fara í efni

Óskað umsagnar um tillögu til þingsályktunar um heilbrigðisþjónustu í heimabyggð

Málsnúmer 1204033

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 103. fundur - 04.04.2012

Lagt fram til kynningar, Byggðarráð mun fjalla um málið.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 589. fundur - 18.04.2012

Lagður fram tölvupóstur frá velferðarnefnd Alþingins, þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um tímasetta áætlun um yfirfærslu heilsugæslunnar frá ríki til sveitarfélaga, 220. mál. Einnig lagður fram tölvupóstur frá velferðarnefnd Alþingis, þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um heilbrigðisþjónustu í heimabyggð, 120. mál.

Varðandi tillögu til þingsályktunar um tímasetta áætlun um yfirfærslu heilsugæslunnar frá ríki til sveitarfélaga, 220. mál, vill byggðarráð bóka eftirfarandi:

Byggðarráð leggur áherslu á að fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki verði leiðréttar þannig að sú þjónusta sem stofnunin hefur veitt undanfarin ár verði tryggð til framtíðar. Jafnframt bendir byggðarráð á það hagræði sem felst í því að reka saman heilsugæslu-, öldrunar- og sjúkraþjónustu innan sömu stofnunar, eins og gert hefur verið á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki með góðum árangri.

Byggðarráð tekur heilshugar undir tillögu til þingsályktunar um um beina þátttöku sveitarfélaga og starfsmanna heilbrigðisstofnana í skipulagningu og stjórnun heilbrigðisþjónustu í heimabyggð, 120. mál.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 289. fundur - 02.05.2012

Afgreiðsla 589. fundar byggðaráðs staðfest á 289. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.