Fara í efni

Ályktun búnaðarþings 2012

Málsnúmer 1204043

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 589. fundur - 18.04.2012

Lagður fram til kynningar tölvupóstur er inniheldur afrit af bréfi frá Bændasamtökum Íslands, sent Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra varðandi ályktun búnaðarþings 2012 um tvöfalda búsetu. Markmið: Fólki verði gert kleift að taka þátt í kostnaði við rekstur fleiri en eins sveitarfélags með skiptingu útsvars. Leiðir: Einstaklingum verði heimilt að skrá tvöfalda búsetu þannig að útsvarstekjur skili sér í réttu hlutfalli við búsetutíma. Framgangur: Ályktun verði send Sambandi íslenskra sveitarfélaga, innanríkisráðuneyti og fjármálaráðuneyti.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 289. fundur - 02.05.2012

Afgreiðsla 589. fundar byggðaráðs staðfest á 289. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.