Fara í efni

Samningur um skíðasvæði 2012

Málsnúmer 1204166

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 185. fundur - 11.05.2012

Lagður fram samningur um rekstur skíðasvæðis í Tindastóli milli Sveitarfélagsins og skíðadeildar UMF. Tindastóls. Þar skuldbindur sveitarfélagið sig til að greiða skíðadeild 8.000.000.- króna til uppbyggingar á skíðasvæðinu í ár, auk 2.000.000.-króna í rekstrarstyrk. Þá leggur sveitarfélagið til starfsmann í 8 mánuði á árinu og að greiða viðhald á troðara allt að 1,5 milljón króna. Skíðadeild skuldbindur sig til að annast rekstur skíðasvæðisins til ársloka 2012. Félags-og tómstundanefnd samþykkir samninginn fyrir sitt leyti enda rúmast hann innan fjárhagsáætlunar ársins.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 290. fundur - 23.05.2012

Afgreiðsla 185. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 290. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.