Fara í efni

Hafgrímsstaðir (146169)Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku.

Málsnúmer 1205011

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 234. fundur - 09.05.2012

Jón Magnússon sækir fyrir hönd Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi til efnistöku í landi Hafgrímsstaða í Skagafirði, náma nr. 7520203. Áætluð efnistaka er um 24.000 m3. Efnið er ætlað vegna fyrirhugaðrar breikkunar og styrkingar Hringvegar á 2 km kafla um Vatnsskarð. Umsóknin er einnig undirrituð af Guðmundi Inga Elíssyni kt. 210435-2129 eiganda Hafgrímsstaða. Ekki liggja fyrir gögn sem gera grein fyrir efnistökusvæðinu, né heldur umsagnir Umhverfisstofnunar og Fornleifaverndar ríkisins. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir erindið að fengnum jákvæðum umsögnum Umhverfisstofnunar og Fornleifaverndar ríkisins sem skila þarf inn til skipulags-og byggingarfulltrúa Skagafjarðar ásamt gögnum sem gera grein fyrir efnistökusvæðinu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 290. fundur - 23.05.2012

Afgreiðsla 234. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 290. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.