Fara í efni

Samningur um slátt á íþróttavelli 2012

Málsnúmer 1205025

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 185. fundur - 11.05.2012

Frístundastjóri kynnir tillögu að þjónustusamningi milli stjórnar Golfklúbbs Sauðárkróks um slátt á íþróttaleikvanginum á Sauðárkróki sumarið 2012. Kostnaður við slátt nemur 1.386.000 . Nefndin samþykkir framlagðan samning en hann er 11% hærri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir og er sú hækkun tilkomin vegna aukins kostnaðar við rekstur sláttuvélar GSS. Stjórn golfklúbbsins hefur komið þeim ábendingum á framfæri við Frístundastjóra að klúbburinn telji sig ekki geta sinnt þessum slætti áfram án hærri greiðslu sveitarfélagsins. Félags-og tómstundanefnd felur Frístundastjóra að leita allra leiða til að lækka annan rekstrarkostnað íþróttavallarins svo aukin útgjöld vegna sláttarins rúmist innan fjárhagsramma hans.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 290. fundur - 23.05.2012

Afgreiðsla 185. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 290. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.