Fara í efni

Samningur um rekstur golfvallar Hlíðarenda

Málsnúmer 1205026

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 185. fundur - 11.05.2012

Frístundastjóri kynnir samning milli stjórnar Golfklúbbs Sauðárkróks og Sveitarfélagsins um þátttöku í almennum rekstri klúbbsins á golfvellinum að Hlíðarenda árið 2012, sem byggður er á fyrri samningum og gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins. Félags-og tómstundanefnd samþykkir heildarupphæð samningsins, sem nemur 2,8 milljónum króna.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 290. fundur - 23.05.2012

Afgreiðsla 185. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 290. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.