Fara í efni

Fundur með veiðimönnum

Málsnúmer 1205065

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 161. fundur - 30.04.2012

Tilefni þessa fundar var að kynna og útbýta skrám yfir væntanlega veiði á komandi voru, sem landbúnaðarnefnd ásamt starfsmanni hafa unnið. Vísast til þeirra áætlunargerðar.

Eins og fram hefur komið á fyrri fundargerðum landbúnaðarnefndar varð mun minni veiði á mink á sl. ári en ráð var fyrir gert. Sveitarfélagið leggur nú sömu upphæð fram til veiðanna og sl. ár eða 5 millj. kr. og ber að þakka það. Breyting var gerð á veiðisvæðinu, Kolbeinsdalur, Hjaltadalur, þannig að svæðinu var skipt þannig að Garðar Jónsson sem hefur haft allt svæðið veiðir nú á Kolbeinsdal og austan Hjaltadalsár. Pálmi Ragnarson veiðir vestar Hjaltadalsár, að veiðisvæði Steinþórs Tryggvasonar.

Nokkur umræða fór fram um veiðarnar, sem allir vonuðu að mættu vel takast.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 290. fundur - 23.05.2012

Afgreiðsla 161. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 290. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.