Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

161. fundur 30. apríl 2012 kl. 12:00 - 15:00 á Hótel Varmahlíð
Nefndarmenn
  • Ingi Björn Árnason formaður
  • Valdimar Óskar Sigmarsson varaform.
  • Haraldur Þór Jóhannsson ritari
Starfsmenn
  • Sigurður Haraldsson starfsmaður landbúnaðarnefndar
Fundargerð ritaði: Sigurður Haraldsson starfsmaður landbúnaðarnefndar
Dagskrá
Til þessa fundar vorur boðaðir þeir veiðimenn sem sjá um refa- og minkaveiði í sveitarfélaginu.
Boðið var upp á góða súpu áður en fundur hófst. Er fundarmenn voru langt komnir með súpuna setti Ingi Björn fund og bauð viðstadda velkomna.

1.Fundur með veiðimönnum

Málsnúmer 1205065Vakta málsnúmer

Tilefni þessa fundar var að kynna og útbýta skrám yfir væntanlega veiði á komandi voru, sem landbúnaðarnefnd ásamt starfsmanni hafa unnið. Vísast til þeirra áætlunargerðar.

Eins og fram hefur komið á fyrri fundargerðum landbúnaðarnefndar varð mun minni veiði á mink á sl. ári en ráð var fyrir gert. Sveitarfélagið leggur nú sömu upphæð fram til veiðanna og sl. ár eða 5 millj. kr. og ber að þakka það. Breyting var gerð á veiðisvæðinu, Kolbeinsdalur, Hjaltadalur, þannig að svæðinu var skipt þannig að Garðar Jónsson sem hefur haft allt svæðið veiðir nú á Kolbeinsdal og austan Hjaltadalsár. Pálmi Ragnarson veiðir vestar Hjaltadalsár, að veiðisvæði Steinþórs Tryggvasonar.

Nokkur umræða fór fram um veiðarnar, sem allir vonuðu að mættu vel takast.

Skráð í fundakerfi sveitarfélagsins af Helgu Sigurrósu Bergsdóttur eftir handskrifaðri fundargerð Sigurðar Haraldssonar.

Fundi slitið - kl. 15:00.