Efra-Haganes 1 lóð 1 - Umsókn um fjölgun séreigna
Málsnúmer 1205112
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 235. fundur - 15.06.2012
Guðlaug Márusdóttir kt. 051126-3949, fyrir hönd Haganess ehf. kt. 560704-2240 sækir um leyfi til að skipta húseign með fastanúmerin 214-3962 og 214-3963 í tvær séreignir. Húsið sem um ræðir stendur á lóðinni Efra-Haganes 1, lóð 1, með landnúmerið 146804. Framlagðir uppdrættir gerðir af Berki Þór Ottóssyni kt. 060872-4229 gera grein fyrir umbeðnum breytingum. Uppdrættirnir eru dagsettir 28.05.2012. Einnig skrifa undir umsóknina Ragnar Þór Steingrímsson kt. 220252-2809 og Gunnar Steingrímsson kt. 260557-5139, en þeir eru eigendur fasteigna með fastanúmerin 214-3961 og 214-3964 og standa á lóðinni Efra-Haganes 1, lóð 2, með landnúmerið 219259, og eru þessar eignir hluti af framangreindu fjöleignarhúsi. Fyrir liggur jákvæð umsögn brunavarna vegna umbeðinna breytinga. Erindið samþykkt.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 291. fundur - 27.06.2012
Afgreiðsla 235. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 291. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.