Skipulags- og byggingarnefnd
Dagskrá
1.Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun - Efnistaka framkvæmdaleyfi og mat á umhverfisáhrifum
Málsnúmer 1206079Vakta málsnúmer
Bréf Umhverfisstofnunar og Skipulagsstofnunar dagsett 31. maí lagt fram. Í bréfinu vekja þessar stofnanir athygli sveitarfélaga á lagaákvæðum sem varða efnistöku, framkvæmdaleyfi og mat á umhverfisáhrifum. Hvetja þessar stofnanir sveitarstjórnir til þess að ganga úr skugga um að öll efnistaka sem á við samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010 og lögum um náttúruvernd nr. 44/1999 uppfylli kröfur um framkvæmdaleyfi.
2.Hólavegur 26 - Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 1205013Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Stefáns Vagns Stefánssonar kt. 170172 5909, dagsett 27. apríl 2012. Umsókn um leyfi til að sameina íbúðir, breyta innra skipulagi, byggja við og breyta útliti hússins sem stendur á lóðinni númer 26 við Hólaveg. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 15. maí 2012.
3.Mælifellsá - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1107111Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Margeirs Björnssonar kt. 191038-2079, dagsett 20. apríl 2012. Umsókn um leyfi til að breyta útliti, innraskipulagi og notkun fjárhúss sem stendur á jörðinni Mælifellsá, landnr. 146221 í frístundahús. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 22. maí 2012.
4.Neðri-Ás 1 146476 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1206011Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Erlings Garðarssonar kt. kt. 100259-3979, dagsett 28. maí 2012. Umsóknin um leyfi fyrir byggingu geldneytahúss á jörðinni Neðri-Ás 1, landnúmer 146476, Hjaltadal í Skagafirði. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 05.06.2012.
5.Kross (146553) - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1205230Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Þorvaldar Inga Guðjónssonar kt. 151087-3109, dagsett er 21. maí 2012. Umsóknin um leyfi fyrir byggingu vélageymslu á jörðinni Krossi, landnúmer 146353, Óslandshlíð í Skagafirði. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 06.06.2012.
6.Hólmagrund 11 - Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 1205059Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Magnúsar G. Jóhannessonar kt. 110468-3429 og Sigrúnar Fossber Arnardóttur kt. 041275-3169, dagsett 6. maí 2012. Umsókn um leyfi til byggja við og breyta innra skipulagi hússins. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 6. júní 2012.
7.Barmahlíð 9 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1206015Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Ólafs Smára Sævarssonar kt. 020570-5049 og Ólínu Valdísar Rúnardóttur kt. 100371-3409, dagsett 21. maí 2012. Umsókn um leyfi til að breyta útliti bílskúrs sem stendur á lóðinni númer 9 við Barmahlíð á Sauðárkróki. Byggingarleyfi veitt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 7. maí 2012.
8.Útvík(146005)-Umsókn um niðurrif mannvirkja
Málsnúmer 1204206Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar. Umsókn Birgitte Bærendtsen kt. 230173-2229 og Árna I. Hafstað kt. 260767-4539 fh. Útvíkurfélagsins ehf. kt 450602-2210 um niðurrif mannvirkja á jörðinni Útvík landnr. 146005. Sótt er um leyfi til að rífa hesthús, hlöðu og geymslu. Leyfið veitt 16. maí 2012.
9.Berlín (146695) - Umsókn um niðurrif mannvirkja
Málsnúmer 1205211Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar. Umsókn Margrétar Birnu Andrésdóttur kt. 140957-2329 um niðurrif mannvirkja á lóðinni Berlín, landnúmer 146695 við Hofsós. Sótt er um leyfi til að rífa íbúðarhús og fjárhús á lóðinni. Leyfið veitt 3. júní 2012.
10.Kolkuós-Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1104153Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Kolkuóss ses, vegna endurbyggingar íbúðarhúss að Kolkuósi í Skagafirði. Þar er sótt um leyfi til að endurbyggja og breyta innra skipulagi hússins og notkun þess. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 6. júní 2012.
11.Aðalskipulag Skagafjarðar
Málsnúmer 0808033Vakta málsnúmer
Lagt fram Aðalskipulag Skagafjarðar. Aðalskipulagið var auglýst samkvæmt 18. gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73/1997 á grundvelli samþykktar sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 17. desember 2009. Aðalskipulagið var afgreitt af Skipulagstofnun til staðfestingar ráðherra samkvæmt 19. gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73/1997 þann 15. janúar 2010. Þann 25. maí 2012 var Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 staðfest af Umhverfisráðherra. Auglýsing þess efnis hefur verið birt í B-deild Stjórnartíðinda og hefur Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 öðlast gildi. Skipulags- og byggingarnefnd fagnar þeim áfanga að loks hafi Aðalskipulag Skagafjarðar verið staðfest.
12.Akurhlíð 1 - Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 1206115Vakta málsnúmer
Ásgeir B. Einarssonnfyrir hönd Raðhús ehf kt 701274-2889 sækir um leyfi til að byggja við verslunina Hlíðarkaup á lóðinni Akurhlíð 1 á Sauðárkróki. Skipulags- og byggignarfulltrúi fór yfir samþykkt deiliskipulag lóðarinnar. Byggingaráformin eru í samræmi við skipulagið.
13.Gil lóð 1 (220944) - Umsókn um landskipti.
Málsnúmer 1206016Vakta málsnúmer
Ómar Björn Jensson kt. 190468-4299 ,f.h. Gilsbúsins kt. 540502-5790, sem er eigandi jarðarinnar Gils í Borgarsveit, landnr. 145930, sækir með bréfi dagsettu 21. maí sl., um leyfi til að skipta lóð úr landi jarðarinnar. Stærð og staðsetning lóðarinnar er sýnd á framlögðum afstöðuuppdrætti, gerðum á Stoð ehf. verkfræði¬stofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S-01 verki nr. 72247, dags. 15. maí 2012. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 145930. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
14.Brautarholt lóð (220945) - Umsókn um byggingarreit.
Málsnúmer 1206105Vakta málsnúmer
Svavar Haraldur Stefánsson kt. 220252-2139 og Ragnheiður G. Kolbeins kt. 180857-2739 , f.h. Brautarholtsbænda ehf., sem er eigandi jarðarinnar Brautarholt, landnr. 146017, og lóðar sem fengið hefur landnúmerið 220945 og verið er að stofna út úr jörðinni sækja með bréfi dagsettu 11. maí sl., um að fá samþykktan byggingarreit á lóðinni. Framlagður uppdráttur gerir grein fyrir fyrirhuguðum byggingarreit. Uppdrátturinn er gerður á Stoð ehf. verkfræði¬stofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 verki nr. 7390-2, dags. 10. maí 2012. Byggingarfulltrúa falið að afgreiða erindið þegar umsagnir liggja fyrir.
15.Brautarholt lóð (220945) - Umsókn um landskipti
Málsnúmer 1206017Vakta málsnúmer
Svavar Haraldur Stefánsson kt. 220252-2139 og Ragnheiður G. Kolbeins kt. 180857-2739 , f.h. Brautarholtsbænda ehf., sem er eigandi jarðarinnar Brautarholt, landnr. 146017, sækja með bréfi dagsettu 11. maí sl., um leyfi til að skipta lóð úr landi jarðarinnar. Stærð og staðsetning lóðarinnar er sýnd á framlögðum afstöðuuppdrætti, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 verki nr. 7390-2, dags. 10. maí 2012. Á lóðinni er sýndur byggingarreitur fyrir minkahús, sem fyrirhugað er að tengja minkahúsi sem fyrir er á jörðinni. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146017. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
16.Sauðárkrókur Skarðseyri (218097) - Umsókn um lóð
Málsnúmer 1206014Vakta málsnúmer
Jón Eðvald Friðriksson sækir, fyrir hönd FISK Seafood ehf., um að fá úthlutað lóð við Skarðseyri, norðan asfaltstanks, samkvæmt meðfylgjandi tillögu sem sýnd er á afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Sólveigu Olgu Sigurðardóttur. Númer uppdráttar er S01 í verki 4938, dags. 31.maí 2012. Umbeðin lóðarstærð samkvæmt tillögu er 10.708 m2 og fyrirhugað er að á lóðinni rísi 1.200 m2 bygging með möguleika á stækkun í framtíðinni. Byggingin mun hýsa inniþurrkun á fiski og aðstöðu til frágangs á þurrkuðum fiskafurðum. Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir að FISK Seafood leggi fram gögn sem gera grein fyrir hugsanlegum umhverfisáhrifum og umfangi starfseminnar.
17.Ytri-Hofdalir (146411) - Umsókn um byggingarreit
Málsnúmer 1206020Vakta málsnúmer
Halldór Jónasson kt.080446-2419 eigandi jarðarinnar Ytri-Hofdala í Skagafirði, landnr. 146411, sækir um að fá samþykktan byggingarreit á jörðinni. Á reitnum er fyrirhuguð bygging 60 m² frístundahúss. Framlagður hnitsettur afstöðuuppdráttur gerðurá Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7369-2, dags. 4. júní 2012. Byggingarfulltrúa falið að afgreiða erindið þegar umsagnir liggja fyrir.
18.Ægisstígur 7 - Umsókn um breikkun innkeyrslu.
Málsnúmer 1205093Vakta málsnúmer
Ægisstígur 7 - umsókn um framkvæmdaleyfi. Hjördís Elva Sigurðardóttir kt. 180989-3159 og Jónas Logi Sigurbjörnsson kt. 100988-3059 kt. sækja með bréfi dagsettu 10. maí sl., um leyfi til að breikka innkeyrslu að lóðinni nr. 7 við Ægisstíg um 4,0 metra til vesturs.Skipulags- og byggarnefnd samþykkir erindið á grundvelli framlagðra gagna. Nefndin bendir á að þessar framkvæmdir eru alfarið unnar á kostnað húseigenda og undir eftirliti tæknideildar.
19.Efra-Haganes 1 lóð 1 - Umsókn um fjölgun séreigna
Málsnúmer 1205112Vakta málsnúmer
Guðlaug Márusdóttir kt. 051126-3949, fyrir hönd Haganess ehf. kt. 560704-2240 sækir um leyfi til að skipta húseign með fastanúmerin 214-3962 og 214-3963 í tvær séreignir. Húsið sem um ræðir stendur á lóðinni Efra-Haganes 1, lóð 1, með landnúmerið 146804. Framlagðir uppdrættir gerðir af Berki Þór Ottóssyni kt. 060872-4229 gera grein fyrir umbeðnum breytingum. Uppdrættirnir eru dagsettir 28.05.2012. Einnig skrifa undir umsóknina Ragnar Þór Steingrímsson kt. 220252-2809 og Gunnar Steingrímsson kt. 260557-5139, en þeir eru eigendur fasteigna með fastanúmerin 214-3961 og 214-3964 og standa á lóðinni Efra-Haganes 1, lóð 2, með landnúmerið 219259, og eru þessar eignir hluti af framangreindu fjöleignarhúsi. Fyrir liggur jákvæð umsögn brunavarna vegna umbeðinna breytinga. Erindið samþykkt.
20.Brekkugata 1, 3 og 5 - ábyrgðarbréf
Málsnúmer 1205115Vakta málsnúmer
Lagt fram ábyrgðarbréf íbúa við Brekkugötu 1, 3 og 5, þar sem ítrekaðar eru fyrri beiðnir um úrbætur vegna meints sigs á Brekkugötu framan og norðan við lóðirnar númer 1, 3 og 5. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 20. maí 2011, þá bókað. Lagt fram bréf íbúa að Brekkugötu 1, 3 og 5 á Sauðárkróki dagsett 16. mars 2011 og varðar meint sig á Brekkugötu til austurs. Samþykkt að fylgjast með svæðinu, mæla það og bera saman við fyrri mælingar tæknideildar. Tæknideild hefur framkvæmt hæðarmælingar á götunni og hefur ekki talið tilefni til aðgerða. Samþykkt að formaður og byggingarfulltrúi fái fund með húseigendum.
Fundi slitið - kl. 09:50.