Fara í efni

Niðurfelling vega af vegaskrá. - Hofsós

Málsnúmer 1205188

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 593. fundur - 24.05.2012

Lagt fram til kynningar bréf frá Vegagerðinni, þar sem tilkynnt er um að eftirtaldir vegir á Hofsósi verði felldir af vegaskrá í samræmi við 8. og 9. gr. Vegalaga nr. 80/2007. Um er að ræða Suðurbraut að Skólabraut, Skólabraut að Lindargötu, Norðurbraut frá Skólabraut að Hafnarbraut og Hafnarbraut frá Norðurbraut að hafnarsvæði. Falla þessir vegir ekki undir skilgreinda tengivegi/þjóðvegi. Vegagerðin mun hætta að greiða fyrir viðhald og þjónustu á framangreindum vegum frá og með 1. janúar 2013. Sveitarfélaginu er gefinn kostur á að gera athugasemdir við þessa ákvörðun fyrir 1. ágúst 2012.

Erindið fer til afgreiðslu hjá umhverfis- og samgöngunefnd.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 291. fundur - 27.06.2012

Afgreiðsla 593. fundar byggðaráðs staðfest á 291. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.