Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

593. fundur 24. maí 2012 kl. 09:00 - 10:15 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Sigríður Svavarsdóttir varam.
  • Svanhildur Guðmundsdóttir varam. áheyrnarftr.
  • Hrefna Gerður Björnsdóttir varam. áheyrnarftr.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Endurskoðun álagningar fasteignagjalda

Málsnúmer 1205199Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Margréti Birnu Andrésdóttur, þinglýsts eiganda fasteignarinnar Berlín á Hofsósi, fastanúmer 214-3730, þar sem hún óskar eftir endurskoðun álagningar fasteignagjalda 2012. Fyrir skipulags- og byggingarnefnd liggur umsókn um niðurrif fasteignarinnar.

Byggðarráð bendir á að gjöld verði endurskoðuð þegar og/ef skipulags- og byggingarnefnd hefur heimilað niðurrif fasteignarinnar og byggingafulltrúi staðfest að verkinu sé lokið.

2.Umsjón dýraeftirlits

Málsnúmer 1203405Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun 73. fundar umhverfis- og samgöngunefndar, þar sem óskað er heimildar til að ráða eftirlitsmann með hunda- og kattahaldi í sveitarfélaginu. Erindið var tekið fyrir á 589. fundi byggðarráðs og afgreiðslu frestað.

Byggðarráð veitir heimildina án þess að stöðugildum verði fjölgað. Sveitarstjóra falið að annast endanlega útfærslu.

3.Umsókn um styrk 2012

Málsnúmer 1112128Vakta málsnúmer

Málefni Söguseturs íslenska hestsins. Lagðar fram til kynningar upplýsingar um launakostnað vegna sumarsins 2012.

4.KPMG - stjórnsýsluendurskoðun 2011

Málsnúmer 1203307Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla KPMG varðandi stjórnsýsluendurskoðun 2011.

5.Vinabæjamót 2012 í Köge

Málsnúmer 1205205Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar dagskrá vinabæjamóts í Köge, dagana 29. maí - 1. júní 2012 ásamt þátttökulista. Undir þessum dagskrárlið kom á fundinn Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðstjóri markaðs- og þróunarsviðs til viðræðu um skipulag ferðarinnar.

6.Reglur um samstarf vinabæja

Málsnúmer 1205207Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að regluverki um samstarf vinabæja sveitarfélagsins. Verða þau til umfjöllunar á vinabæjamóti í Köge dagana 29. maí - 1. júní 2012.

7.Kynnisferð sveitarstjórnarmanna til Skotlands

Málsnúmer 1205202Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá framkvæmdastjóra SSNV, þar sem kynnt er hugmynd um skipulagningu á kynnis- og námsferð sveitarstjórnarmanna og ef til vill aðila frá atvinnulífi og stofnunum á Norðurlandi vestra til Skotlands vorið 2013.

Byggarráð tekur jákvætt í erindið og vill skoða það nánar.

8.Niðurfelling vega af vegaskrá. - Hofsós

Málsnúmer 1205188Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Vegagerðinni, þar sem tilkynnt er um að eftirtaldir vegir á Hofsósi verði felldir af vegaskrá í samræmi við 8. og 9. gr. Vegalaga nr. 80/2007. Um er að ræða Suðurbraut að Skólabraut, Skólabraut að Lindargötu, Norðurbraut frá Skólabraut að Hafnarbraut og Hafnarbraut frá Norðurbraut að hafnarsvæði. Falla þessir vegir ekki undir skilgreinda tengivegi/þjóðvegi. Vegagerðin mun hætta að greiða fyrir viðhald og þjónustu á framangreindum vegum frá og með 1. janúar 2013. Sveitarfélaginu er gefinn kostur á að gera athugasemdir við þessa ákvörðun fyrir 1. ágúst 2012.

Erindið fer til afgreiðslu hjá umhverfis- og samgöngunefnd.

9.Breyting á vaxtakjörum útlána af eigin fé

Málsnúmer 1205137Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga þar sem tilkynnt er um lækkun breytilegra útlánavexta sjóðsins úr 3,45% p.a. í 3,10% p.a. frá og með 1. júní 2012.

Fundi slitið - kl. 10:15.