Fara í efni

Endurskoðun álagningar fasteignagjalda

Málsnúmer 1205199

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 593. fundur - 24.05.2012

Lagt fram erindi frá Margréti Birnu Andrésdóttur, þinglýsts eiganda fasteignarinnar Berlín á Hofsósi, fastanúmer 214-3730, þar sem hún óskar eftir endurskoðun álagningar fasteignagjalda 2012. Fyrir skipulags- og byggingarnefnd liggur umsókn um niðurrif fasteignarinnar.

Byggðarráð bendir á að gjöld verði endurskoðuð þegar og/ef skipulags- og byggingarnefnd hefur heimilað niðurrif fasteignarinnar og byggingafulltrúi staðfest að verkinu sé lokið.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 291. fundur - 27.06.2012

Afgreiðsla 593. fundar byggðaráðs staðfest á 291. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.