Fara í efni

Styrktarsjóður EBÍ 2012

Málsnúmer 1205247

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 594. fundur - 07.06.2012

Lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands varðandi styrktarsjóð EBÍ. Hvert aðildarsveitarfélag EBÍ getur sent inn eina umsókn í sjóðinn og skal hún vera vegna sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélagsins en ekki vegna almennra rekstrarverkefna þeirra. Umsóknarfrestur rennur út í ágústlok 2012.

Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til atvinnu- og ferðamálanefndar og umhverfis- og samgöngunefndar til úrvinnslu. Mælst er til þess að nefndirnar komi með eina sameiginlega tillögu í þessum efnum.

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 84. fundur - 20.06.2012

Lagt fram til kynningar erindi frá Styrktarsjóði Brunabótafélags Íslands þar sem kallað er eftir umsóknum í framfaramál í sveitarfélaginu. Starfsmönnum Markaðs- og þróunarsviðs falið að vinna umsókn í sjóðinn fyrir lok ágúst.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 291. fundur - 27.06.2012

Afgreiðsla 594. fundar byggðaráðs staðfest á 291. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 291. fundur - 27.06.2012

Afgreiðsla 84. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 291. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.