Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
1.Ferjumaðurinn - Ósmann
Málsnúmer 1206036Vakta málsnúmer
2.Umsókn um styrk 2012
Málsnúmer 1112128Vakta málsnúmer
Umsókn Söguseturs íslenska hestsins um rekstrarstyrk 2012.
Byggðarráð getur ekki orðið við umsókn Sögusetursins um rekstrarstyrk á árinu 2012, nema að mótframlag frá ríkinu komi til rekstrarins eins og verið hefur á undangengnum árum. Byggðarráð beinir því jafnframt til Byggðasafns Skagfirðinga að tryggja að sýning Sögusetursins verði opin í sumar með því að leggja verkefninu til starfsmann.
3.Hlutafjáraukning
Málsnúmer 1206029Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá UB Koltrefjum ehf, þar sem sveitarfélaginu er boðið að auka hlutafé sitt í félaginu um 500.000 kr. Aðalfundur UB Koltrefja ehf., þann 20. mars 2012 samþykkti að núverandi hluthöfum félagsins yrði boðið hlutafé að nafn- og söluvirði að upphæð 2.500.000 kr. í réttu hlutfalli við hlutafjáreign hvers fyrir sig.
Byggðarráð samþykkir að auka hlutafé sitt í UB Koltrefjum ehf um 500.000 kr. að því gefnu að aðrir hluthafar geri slíkt hið sama í hlutfalli við hlutafjáreign sína. Fjármagn verður fært af fjárhagslið 21890. Byggðarráð óskar eftir fundi með stjórn UB Koltrefja ehf. til að ræða stöðu og framtíð verkefnisins.
Sigurjón Þórðarson fulltrúi Frjálslyndra og óháðra óskar bókað að eðlilegra hefði verið að fá fyrst fram stöðu verkefnisins og framtíð þess áður en lagðir eru fjármunir í það.
4.Fundur með sveitarstjórn
Málsnúmer 1206028Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur frá Landsneti, þar sem fram kemur að stjórn og framkvæmdastjórn verða á ferð um Skagafjörð þann 9. júlí n.k. Óska stjórnirnar eftir því að hitta fulltrúa sveitarstjórnar sveitarfélagsins til að ræða almennt um starfsemi fyrirtækisins á svæðinu í nútíð og framtíð og heyra skoðanir sveitarstjórnar í þeim efnum.
Byggðarráð þakkar boðið og hvetur þá sveitarstjórnarmenn til að mæta sem tök eiga á því.
5.Stuðningur við umsókn um að halda Landsmót UMFÍ 2017
Málsnúmer 1206007Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Ungmennasambandi Skagafjarðar varðandi umsókn sambandsins um að halda Landsmót UMFÍ í Skagafirði 2017. Sækir stjórn UMSS um stuðning til Sveitarfélagsins Skagafjarðar að haldið verði Landsmót UMFÍ árið 2017 í samræmi við samþykkt 92. ársþings UMSS 2012.
Landsmót á Sauðárkróki 2017 mun hafa víðtæk jákvæð áhrif á samfélagið í Skagafirði og mun sveitarfélagið styðja við bak UMSS sem kostur er við umsóknina. Sveitarstjóra er falið að sjá um samskipti við UMSS.
6.Styrktarsjóður EBÍ 2012
Málsnúmer 1205247Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands varðandi styrktarsjóð EBÍ. Hvert aðildarsveitarfélag EBÍ getur sent inn eina umsókn í sjóðinn og skal hún vera vegna sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélagsins en ekki vegna almennra rekstrarverkefna þeirra. Umsóknarfrestur rennur út í ágústlok 2012.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til atvinnu- og ferðamálanefndar og umhverfis- og samgöngunefndar til úrvinnslu. Mælst er til þess að nefndirnar komi með eina sameiginlega tillögu í þessum efnum.
7.Lýtingsstaðir 146202-Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 1206022Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Evelyn Kuhne um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Ferðaþjónustuna að Lýtingsstöðum. Gististaður - flokkur III, heimagisting og sumarhús.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
8.Borgarmýri 5 - Umsögn um tækifærisleyfi
Málsnúmer 1205279Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Stefáns Friðriks Friðrikssonar fyrir hönd Raggmanns, um tækifærisleyfi fyrir Tónlistarhátíðina Gæruna, sem verður í húsnæði Loðskinns ehf., Borgarmýri 5, Sauðárkróki, dagana 24.-26. ágúst 2012.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
9.Ósk um endurnýjun á leigusamningi
Málsnúmer 1206071Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Vélhjólaklúbbi Skagafjarðar þar sem klúbburinn óskar eftir því að endurnýja leigusamning á svæði því sem sveitarfélagið hefur úthlutað klúbbnum undir starfsemi sína, lóð 209234. Óska þau eftir 25 ára leigusamningi svo klúbburinn geti haldið áfram að byggja upp starfsemi sína til framtíðar. Einnig óskar klúbburinn eftir að fá leyfi til æfinga á eftirfarandi svæðum sem landeigendur hafa gefið samþykki sitt fyrir. Æfingasvæði fyrir ísakstur á Miklavatni í landi Gils (landnúmer 145933), æfingasvæði motocross í landi Kjartanstaðakots (landnúmer 145984), æfingasvæði fyrir enduro í landi Fagragerðis (landnúmer 178658).
Byggðarráð samþykkir að óska eftir umsögn umhverfis- og samgöngunefndar.
10.Endanleg úthlutun framlaga vegna sérþarfa fatlaðra
Málsnúmer 1205347Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, þar sem tilkynnt er um endanlega úthlutun framlags vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2012. Sveitarfélagið Skagafjörður fær úthlutað 18.970.000 kr.
11.Egg (146368) - Tilkynning um aðilaskipti að landi
Málsnúmer 1206034Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar tilkynning sýslumannsins á Sauðárkróki um aðilaskipti á jörðinni Egg, landnúmer 146368. Seljendur eru Pálmar Jóhannesson og Sigurbjörg Valtýsdóttir. Kaupendur eru Embla Dóra Björnsdóttir og Davíð Logi Jónsson.
Fundi slitið - kl. 10:31.
Á fund byggðarráðs komu forsvarsmenn nýstofnaðs félags, Frændfólk ferjumannsins, Árni Ragnarsson og Guðmundur Sveinsson auk Jóns Arnar Berndsen sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs.
Samþykkt að ganga til samstarfs við félagið um framtíðaruppbyggingu og viðhald svæðisins við styttuna af Ferjumanninum. Sveitarstjóra falið að gera samstarfssamning um verkefnið.