Fara í efni

Áhyggjur vegna flutnings leikskólans - frá stjórn foreldrafélagsins

Málsnúmer 1206006

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 79. fundur - 20.06.2012

Lagt fram bréf frá foreldrafélagi leikskólans Birkilundar í Varmahlíð, þar sem fram koma áhyggjur af því að dýrmætt útileiksvæði leikskólabarna tapist við flutning leikskólans í húsnæði grunnskólans. Fræðslunefnd áréttar að teikningar af lóð liggja ekki fyrir en ítrekar að þarfir barnanna verði að sjálfsögðu hafðar í forgangi við hönnun og frágang lóðar sem og alls húsnæðis, verði tillaga um flutning samþykkt í Samstarfsnefnd.

Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 15. fundur - 21.06.2012

Lagt fram bréf frá stjórn foreldrafélags barna við Leikskólann Birkilund. Samstarfsnefnd samþykkir að bjóða foreldrum til fundar þegar endanlegar tillögur um hönnun á húsnæði og lóð liggja fyrir.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 291. fundur - 27.06.2012

Afgreiðsla 79. fundar fræðslunefndar staðfest á 291. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 291. fundur - 27.06.2012

Afgreiðsla 15. fundar samstarfsnefndar með Akrehreppi staðfest á 291. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.