Fara í efni

Samstarfsnefnd með Akrahreppi

15. fundur 21. júní 2012 kl. 16:00 - 18:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Valdimar Óskar Sigmarsson aðalm.
  • Sigríður Svavarsdóttir aðalm.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Agnar Gunnarsson oddviti Akrahrepps
  • Þorleifur Hólmsteinsson fulltrúi Akrahrepps
Fundargerð ritaði: Ásta Björg Pálmadóttir Sveitarstjóri
Dagskrá
Herdís Sæmundardóttir sat fundinn undir lið 3 og 4.
Jón Berndsen og Guðmundur Þór sátu fundinn undir lið 1 og 2.

1.Flutningur leikskóla í grunnskólann

Málsnúmer 1112269Vakta málsnúmer

Farið yfir kostnaðaráætlun vegna fyrirhugaðra breytinga, einnig skoðaðar tillögur starfshóps skólans varðandi breytingar á innra skipulagi Varmahlíðarskóla. Samþykkt að fá nánari útlistun á fyrirhugaðri lóð leikskólans við Varmahlíðarskóla og á því hagræði sem hlýst við að færa leikskólann. Samþykkt að setja tvo nýja glugga á vesturálmu, suður-og vesturhlið á þriðju hæð.

2.Kauptilboð í Norðurbrún 1

Málsnúmer 1206193Vakta málsnúmer

Lagt fram kauptilboð frá Sigrúnu Benediktsdóttur og Ara Jóhanni Sigurðssyni. Samstarfsnefnd hafnar tilboðinu og samþykkir að gera þeim gagntilboð. Sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar falið að svara erindinu.

3.Ráðningasamningur við skólastjóra

Málsnúmer 1206255Vakta málsnúmer

Samstarfsnefnd samþykkir ráðningasamning við skólastjóra Varmahlíðarskóla.

4.Áhyggjur vegna flutnings leikskólans - frá stjórn foreldrafélagsins

Málsnúmer 1206006Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá stjórn foreldrafélags barna við Leikskólann Birkilund. Samstarfsnefnd samþykkir að bjóða foreldrum til fundar þegar endanlegar tillögur um hönnun á húsnæði og lóð liggja fyrir.

Fundi slitið - kl. 18:00.