Fara í efni

Stuðningur við umsókn um að halda Landsmót UMFÍ 2017

Málsnúmer 1206007

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 594. fundur - 07.06.2012

Lagt fram bréf frá Ungmennasambandi Skagafjarðar varðandi umsókn sambandsins um að halda Landsmót UMFÍ í Skagafirði 2017. Sækir stjórn UMSS um stuðning til Sveitarfélagsins Skagafjarðar að haldið verði Landsmót UMFÍ árið 2017 í samræmi við samþykkt 92. ársþings UMSS 2012.

Landsmót á Sauðárkróki 2017 mun hafa víðtæk jákvæð áhrif á samfélagið í Skagafirði og mun sveitarfélagið styðja við bak UMSS sem kostur er við umsóknina. Sveitarstjóra er falið að sjá um samskipti við UMSS.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 186. fundur - 19.06.2012

Ungmennasamband Skagafjarðar, UMSS, óskar eftir stuðningi sveitarfélagsins um að halda Landsmót UMFÍ í Skagafirði eftir 5 ár. Síðast fór landsmót UMFÍ fram á Sauðárkróki árið 2004 og Unglingalandsmót 2009. Næst verður Unglingalandsmót haldið á Sauðárkróki eftir 2 ár. Félags-og tómstundanefnd telur brýnt að styðja við mótahald í Skagafirði, íþróttamót sem önnur er aukið geta hróður sveitarfélagsins og eflt gott starf. Mælir nefndin því með umsókn UMSS um að fá að halda landsmótið 2017.
Byggðaráð hefur áður samþykkt að styðja við bak UMSS sem kostur er.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 291. fundur - 27.06.2012

Afgreiðsla 594. fundar byggðaráðs staðfest á 291. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 291. fundur - 27.06.2012

Afgreiðsla 186. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 291. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.