Fara í efni

Hlutafjáraukning

Málsnúmer 1206029

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 594. fundur - 07.06.2012

Lagt fram bréf frá UB Koltrefjum ehf, þar sem sveitarfélaginu er boðið að auka hlutafé sitt í félaginu um 500.000 kr. Aðalfundur UB Koltrefja ehf., þann 20. mars 2012 samþykkti að núverandi hluthöfum félagsins yrði boðið hlutafé að nafn- og söluvirði að upphæð 2.500.000 kr. í réttu hlutfalli við hlutafjáreign hvers fyrir sig.

Byggðarráð samþykkir að auka hlutafé sitt í UB Koltrefjum ehf um 500.000 kr. að því gefnu að aðrir hluthafar geri slíkt hið sama í hlutfalli við hlutafjáreign sína. Fjármagn verður fært af fjárhagslið 21890. Byggðarráð óskar eftir fundi með stjórn UB Koltrefja ehf. til að ræða stöðu og framtíð verkefnisins.

Sigurjón Þórðarson fulltrúi Frjálslyndra og óháðra óskar bókað að eðlilegra hefði verið að fá fyrst fram stöðu verkefnisins og framtíð þess áður en lagðir eru fjármunir í það.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 291. fundur - 27.06.2012

Afgreiðsla 594. fundar byggðaráðs staðfest á 291. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.