Fyrirkomulag fæðismála í Árskóla
Málsnúmer 1206157
Vakta málsnúmerFræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 79. fundur - 20.06.2012
Formaður leggur til að ákvörðun verði frestað til næsta fundar. Samþykkt.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 291. fundur - 27.06.2012
Afgreiðsla 79. fundar fræðslunefndar staðfest á 291. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 80. fundur - 04.09.2012
Fræðslunefnd samþykkir að ganga til samninga við Skagfirskan mat ehf um framleiðslu hádegisverðar fyrir Árskóla eldra stig og Ársali eldra stig en Videosport ehf um framleiðslu hádegisverðar fyrir Árskóla yngra stig og Ársali yngra stig. Fyrirkomulag þetta gildir til 31. maí 2013 hvað grunnskólann varðar en til 12. júlí 2013 vegna leikskólans. Jafnframt er samþykkt að ákvörðun um framtíðarfyrirkomulag liggi fyrir í lok apríl 2013.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 293. fundur - 03.10.2012
Afgreiðsla 80. fundar fræðslunefndar staðfest á 293. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.