Fara í efni

Uppgröftur í Málmey

Málsnúmer 1206293

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 596. fundur - 28.06.2012

Lagt fram erindi frá fornleifadeild Byggðasafns Skagfirðinga, þar sem óskað er eftir leyfi til uppgraftar í Málmey á Skagafirði. Eyjan er eign ríkissjóðs, umsýslustofnun er Siglingastofnun (áður Vita- og hafnamálastofnun) og leigutaki Sveitarfélagið Skagafjörður sem yfirtók skyldur Hofshrepps. Siglingastofnun hefur heimilað fornleifakönnun.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið, en óskar eftir nánari útfærslu á umfangi verksins áður en hafist verður handa.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 597. fundur - 12.07.2012

Áður á dagskrá 596. fundar byggðarráðs. Fornleifarannsókn fornleifadeildar Byggðasafns Skagfirðinga í Málmey. Byggðarráð óskaði eftir nánari upplýsingum um úfærslu og umfang verkefnisins, sem nú hafa borist.
Byggðarráð heimilar fornleifadeild Byggðasafns Skagfirðinga fornleifarannsóknir í Málmey.