Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

597. fundur 12. júlí 2012 kl. 09:00 - 10:19 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Þorsteinn Tómas Broddason áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.SSNV Fundargerðir stjórnar 2012

Málsnúmer 1201010Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) frá 3. júlí 2012 lögð fram til kynningar á 597. fundi byggðarráðs.

1.1.Akurhlíð 1 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1206115Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 236. fundar skipulags- og bygginganefndar staðfest á 597. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

1.2.Eyrarvegur 20 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1205023Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 236. fundar skipulags- og bygginganefndar staðfest á 597. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

1.3.Brúnastaðir 146789 - Umsókn um rekstrarleyfi

Málsnúmer 1206318Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 236. fundar skipulags- og bygginganefndar staðfest á 597. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

1.4.Lindargata 3 - Umsókn um rekstrarleyfi

Málsnúmer 1206256Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 236. fundar skipulags- og bygginganefndar staðfest á 597. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

1.5.Keldudalur Leifshús-Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1206039Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 236. fundar skipulags- og bygginganefndar staðfest á 597. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

1.6.Lýtingsstaðir 146202-Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1206022Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 236. fundar skipulags- og bygginganefndar staðfest á 597. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

1.7.Reykir Reykjaströnd, gisting - Umsókn um rekstrarleyfi

Málsnúmer 1206244Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 236. fundar skipulags- og bygginganefndar staðfest á 597. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

2.Heilbrigðiseftirlit - Fundargerðir stjórnar 2012

Málsnúmer 1201014Vakta málsnúmer

Fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra frá 3. júlí 2012 lögð fram til kynningar á 597. fundi byggðarráðs.

3.Norðurá Fundargerðir stjórnar 2012

Málsnúmer 1201017Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar Norðurár bs. frá 3. apríl 2012 og fundargerð vinnufundar frá 9. maí 2012, lagðar fram til kynningar á 597. fundi byggðarráðs.

3.1.Lambanes lóð 191896 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1206289Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 236. fundar skipulags- og bygginganefndar staðfest á 597. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

4.Nýsköpun í opinberum rekstri

Málsnúmer 1207083Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi nýsköpun í opinberum rekstri og nýsköpunarráðstefnu sem verður haldin í Reykjavík 30. október 2012.

5.Umsögn um reglugerð um fjármál sveitarfélaga

Málsnúmer 1206154Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar svarbréf frá innanríkisráðuneytinu vegna umsagnar sveitarstjóra um drög að reglugerð um fjármálareglur sveitarfélaga.
Byggðarráð ítrekar athugasemdir sínar og mótmæli við 12. og 14. grein draga að reglugerð um fjármálareglur sveitarfélaga. Byggðarráð telur að með þessum reglum sé verið að mismuna sveitarfélögum gróflega og jafnræðis ekki gætt.

6.Fjögurra ára samgönguáætlun 2013-2016

Málsnúmer 1207025Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Siglingastofnun varðandi fjögurra ára samgönguáætlun 2013-2016. Erindið einnig tekið fyrir á 74. fundi umhverfis- og samgöngunefndar.

7.Skagafjarðarvegur (752) - Reiðvegagerð

Málsnúmer 1207022Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar afrit af bréfi frá íbúum Lýtingsstaðahrepps hins forna, til Vegagerðarinnar, þar sem þeir krefjast þess að lagður verði almennilegur reiðvegur með Skagafjarðarvegi (752) sem liggur frá Varmahlíð að Litlu-Hlíð í Vesturdal.

8.Erindi frá íbúum Hólmagrundar - opið svæði

Málsnúmer 1207020Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá íbúum við Hólmagrund á Sauðárkróki varðandi opna svæðið við norðurenda götunnar (fyrrverandi leikvöllur). Vilja þau taka svæðið í fóstur og sjá um það sem opið svæði fyrir unga sem aldna, svo fremi að komi skipulag og fjárveiting frá sveitarfélaginu. Erindið fer til afgreiðslu hjá byggingar- og skipulagsnefnd.

9.Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðra

Málsnúmer 1207059Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá velferðarráðuneytinu, þar sem vakin er athygli sveitarfélaga á framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2012-2014 og þeim verkefnum sem sveitarfélögunum er falið að hafa umsjón með. Erindið fer til afgreiðslu hjá félags- og tómstundanefnd.

10.Rekstrarupplýsingar 2012

Málsnúmer 1205003Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um launakostnað og skatttekjur sveitarfélagsins tímabilið janúar - júní 2012.

11.Þjóðlendukröfur á Norðvesturlandi

Málsnúmer 1201163Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá óbyggðanefnd varðandi kröfur fjármálaráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins um þjóðlendur á Norðvesturlandi og opinber kynning óbyggðanefndar á þeim. Gerð er krafa um þjóðlendur á Norðvesturlandi - Húnavatnssýslu vestan Blöndu ásamt Skaga (svæði 8 norður), sbr. 10. gr. laga nr. 58/1998. Kröfulýsingargögn mun verða hægt að skoða hjá sýslumannsembættum og sveitarfélögum á kröfusvæðum, auk skrifstofu og heimasíðu óbyggðanefndar (obyggdanefnd.is).
Í stuttu máli er kröfugerðinni sem snýr að Sveitarfélaginu Skagafirði lýst þannig af hálfu lögmanns fjármálaráðherra:
"Í hluta Skagafjarðarsýslu og Austur-Húnavatnssýslu er gerð krafa til svokallaðs Almennings á Skagaheiði, afréttarsvæðis sem liggur á miðri Skagaheiði og afmarkast af merkjalýsingum aðliggjandi jarða. Almenningur á Skagaheiði liggur í Austur-Húnavatnssýslu að vestan er Skagafjarðarsýslu að austan og innan sveitarfélaganna Skagabyggðar, Skagastrandar og Skagafjarðar. Þá er gerð krafa til samliggjandi svæða Staðarafréttar, Höskuldsstaðaafréttar og Skrapatunguafréttar sem liggja i Sveitarfélaginu Skagafirði og Blönduósbæ, sem og við Húnavatnshrepp."

11.1.Suðurgata 11B - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1206280Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 236. fundar skipulags- og bygginganefndar staðfest á 597. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

12.Norðurá bs. - Aðalfundur 2012

Málsnúmer 1207073Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð um aðalfund Norðurár bs., fimmtudaginn 12. júlí 2012 í Félagsheimilinu Fellsborg, Skagaströnd.
Byggðarráð samþykkir að Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.

13.Uppgröftur í Málmey

Málsnúmer 1206293Vakta málsnúmer

Áður á dagskrá 596. fundar byggðarráðs. Fornleifarannsókn fornleifadeildar Byggðasafns Skagfirðinga í Málmey. Byggðarráð óskaði eftir nánari upplýsingum um úfærslu og umfang verkefnisins, sem nú hafa borist.
Byggðarráð heimilar fornleifadeild Byggðasafns Skagfirðinga fornleifarannsóknir í Málmey.

14.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2012

Málsnúmer 1207086Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun 2012. Tekjuliður 00820/02500 - Þjónusta við fatlaða, verður lækkaður um 23.364.000 kr. á ársgrundvelli og á móti verður tekjuliður 00020/00010 - Útsvar, hækkaður samsvarandi. Við gerð áætlunar 2012 lá ekki fyrir hvernig ætti bóka þann hluta útsvars sem á standa undir rekstri málaflokks fatlaðra og er þessi breyting gerð til að samræma tekjufærsluna í áætlun 2012 við fjárhagsbókhald sveitarfélagsins.

15.Ósk um kaup á íbúð

Málsnúmer 1207102Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Bjarka Árnasyni, þar sem hann óskar eftir viðræðum um kaup á fasteigninni Austurgötu 5 á Hofsósi.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna að málinu.

16.Brúnastaðir 146789 - Umsókn um rekstarleyfi

Málsnúmer 1206318Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Ferðaþjónustunnar Brúnastöðum ehf. um rekstrarleyfi. Gististaður - flokkur I, sumarhús.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

17.Skagasel,Hvalnes lóð-Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1206023Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Félagsheimilisins Skagasels um rekstrarleyfi. Gististaður - flokkur I, svefnpokagisting. Veitingastaður - flokkur I, samkomusalur.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

18.Vindheimamelar - Umsókn um leyfi til skemmtanahalds

Málsnúmer 1206319Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Gullhyls ehf. um leyfi fyrir skemmtanahaldi (áfengisleyfi), vegna keppni í hestaíþróttum á Vindheimamelum, vikuna 16. - 22. júlí 2012.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

19.Skipulags- og byggingarnefnd - 236

Málsnúmer 1206014FVakta málsnúmer

Fundargerð 236. fundar skipulags- og bygginganefndar lögð fram til afgreiðslu á 597. fundi byggðarráðs, eins og einstök erindi bera með sér.

20.Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga

Málsnúmer 1206323Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, þar sem fram kemur að nefndin hafi yfirfarið ársreikning sveitarfélagsins fyrir rekstrarárið 2011 og fjárhagsáætlanir fyrir árin 2012-2013. Með tilvísun til 64. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og reglugerðar um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga 502/2012, er það mat nefndarinnar að fjármál sveitarfélagsins þarfnist frekari skoðunar og að sveitarfélagið standist ekki fjárhagslegt viðmið jafnvægisreglu sveitarstjórnarlaga. Í samræmi við 16. gr. reglugerðar nr. 502/2012 óskar eftirlitsnefndin eftir áætlun sveitarstjórnar um hvernig hún hyggst ná viðmiðum 1. tölul. 2.mgr. 64. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Svör skulu berast til nefndarinnar eigi síðar en 1. september 2012.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að undirbúa svör til eftirlitsnefndarinnar, en unnið er að rekstrarhagræðingu hjá sveitarfélaginu.

Sigurjón Þórðarson óskar bókað:
"Bréfið frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga staðfestir málflutning Frjálslyndra og óháðra um að rétt sé að taka verði á í rekstri sveitarfélagsins."

20.1.Skógargata 3 - Lóðarmál.

Málsnúmer 1205095Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 236. fundar skipulags- og bygginganefndar staðfest á 597. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

20.2.Varmilækur land 207441 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1206257Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 236. fundar skipulags- og bygginganefndar staðfest á 597. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

20.3.Áshildarholt land (220469) - Umsókn um byggingarreit.

Málsnúmer 1206013Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 236. fundar skipulags- og bygginganefndar staðfest á 597. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

20.4.Gestastofa Sútarans - Umsókn um skilti

Málsnúmer 1206296Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 236. fundar skipulags- og bygginganefndar staðfest á 597. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

20.5.Viðvík 146424 - Umsókn um byggingarreit og framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 1206086Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 236. fundar skipulags- og bygginganefndar staðfest á 597. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

20.6.Pylsuvagn á Hofsósi

Málsnúmer 1206294Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 236. fundar skipulags- og bygginganefndar staðfest á 597. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

20.7.Hólar 146440 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1204222Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 236. fundar skipulags- og bygginganefndar staðfest á 597. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

20.8.Nýlendi land 146576 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1204105Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 236. fundar skipulags- og bygginganefndar staðfest á 597. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 10:19.