Fara í efni

Skarðsmóar - móttaka úrgangs

Málsnúmer 1207067

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 74. fundur - 10.07.2012

Jón Örn fór yfir stöðu mála varðandi urðunarstaðinn á Skarðsmóum við Sauðárkrók og gerði grein fyrir samskiptum Sveitarfélagsins og Umhverfisstofnunar varðandi það. Ákveðið hefur verið að setja urðunarstaðin á Skarðsmóum í formlegt lokunarferli. vinna við lokunaráætlun hafin. Einnig var farið yfir stöðu mála varðandi móttöku á sorpi í sveitarfélaginu bæði þvi sem fer í endurvinnslu og urðun. Einnig skoðuð fjárhagsáætlun liðar 08 Hreinlætismál og rauntölur skoðaðar.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 599. fundur - 09.08.2012

Afgreiðsla 74.fundar umhverfis - og samgöngunefndar staðfest á 599. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.