Umsóknir um framlög til eflingar tónlistarnámi
Málsnúmer 1207117
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 598. fundur - 19.07.2012
Umsóknir um framlög úr Jöfnunarsjóði til eflingar tónlistarnámi og jöfnunar á aðstöðumun nemenda vegna skólaársins 2012-2013. Málið er til kynningar í byggðarráði en fer til afgreiðlu í fræðslunefnd.
Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 80. fundur - 04.09.2012
Umsóknarfrestur um framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um framlög til eflingar tónlistarnáms fyrir skólaárið 2012-2013 rann út þann 11. ágúst s.l. Á þeim tíma hafði einungis 1 nemi sótt um framhaldsnám við Tónlistarskóla Skagafjarðar, enda skráningu ekki lokið. Jöfnunarsjóður hefur góðfúslega orðið við beiðni fræðslustjóra að senda umsókn til sjóðsins þegar skráningu í tónlistarnám er lokið.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 293. fundur - 03.10.2012
Afgreiðsla 80. fundar fræðslunefndar staðfest á 293. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.