Smáragrund 2 - Umsókn um uppsetningu á skilti
Málsnúmer 1207154
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 237. fundur - 31.07.2012
Sveinn Víkingur Árnason sækir um f.h. Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, um leyfi til uppsetningar á tveim auglýsingarskiltum vegna Vínbúðarinnar á Sauðárkróki. . Staðsetning skilta kemur fram í meðfylgjandi gögnum. Annars vegar á mótum Öldustígs og Skagfirðingabrautar og hins vegar á mótum Öldustígs og Strandvegar. Erindinu hafnað. Ekki er fallist á staðsetningu einstakra auglýsingaskilta við götur bæjarins.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 599. fundur - 09.08.2012
Afgreiðsla 237. fundar skipulags og bygginganefndar staðfest á 599. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.