Fara í efni

Snjómokstur 2012-2013

Málsnúmer 1209040

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 76. fundur - 07.09.2012

Á haustdögum 2009 var snjómokstur á Sauðárkróki boðin út og í framhaldi af því útboði var gengið til samninga við lægstbjóðanda Víðimelsbræður ehf. Samningurinn var til þriggja ára, tilboð voru opnuð 8 október 2009. Samþykkt að bjóða út snjómoksturinn með sama sniði og gert var 2009.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 293. fundur - 03.10.2012

Afgreiðsla 76. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 293. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 78. fundur - 22.10.2012

Þriðjudaginn 2. október 2012 voru opnuð tilboð í vetrarþjónustu, snjómokstur og hálkueyðingu á Sauðárkróki. tilboð bárust frá Vinnuvélaum Símonar ehf kt. 510200-3220, Messuholti ehf kt. 640309-0803 og frá Steypustöð Skagafjarðar kt. 671272-2349. Tilboðsupphæðir og tækjalistar hafa verið yfirfarnir og bornir saman. Samþykkt að ganga til samninga við Vinnuvélar Símonar ehf á grundvelli tilboðs þeirra sem var hagstæðast.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 294. fundur - 24.10.2012

Afgreiðsla 78. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.