Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

76. fundur 07. september 2012 kl. 14:00 - 14:45 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Svanhildur Harpa Kristinsdóttir aðalm.
  • Svanhildur Guðmundsdóttir aðalm.
  • Guðný Herdís Kjartansdóttir áheyrnarftr.
  • Ingibjörg Sigurðardóttir varam. áheyrnarftr.
  • Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs

Málsnúmer 1206225Vakta málsnúmer

Umsagnarfrestur um drög að landsáætlun var framlengdur til 10. september. Lögð var fram umsögn sem Sambands íslenskra sveitarfélaga um drögin. Samþykkt að taka undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umhverfis og samgöngunefnd telur mikilvægt að ítreka við stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að hún fylgi málinu eftir og gæti hagsmuna sveitarfélaga varðandi gerð landsáætlunarinnar meðal annars með frekari aðkomu þeirra að vinnu við gerð áætlunarinnar.
Nefndin vill til viðbótar koma á framfæri eftirfarandi athugasemdum og ábendingum.
Í kafla 4.3.3.a stendur stjórnvöld, ekki er nánar tilgreint hvaða stjórnvald er átt við, né hvernig kostnaðarskiptingu skuli háttað bæði hvað varðar byggingu, rekstur og flutningskostnað úrgangs. Ekki kemur fram hvernig bregðast skuli við smithættu á sóttmenguðum úrgangi sem flytja á á milli svæða.
Í kafla 5.3.a stendur að undanþágur vegna afskekktra byggða verði afnumdar, nefndin óskar eftir að fá að vita hvaða rök liggja þar að baki.
Í kafla 5.2.b stendur að kostnaður við meðhöndlun úrgangs eigi að falla á úrgangshafa, nefndin telur að það vanti hvatningu til að skila inn úrgangi, þannig að ekki sé leitað leiða við að losa sig við úrgang á annan hátt. Hvernig á að fylgja því eftir að úrgangi sé skilað, s.s. frá lögbýlum.

2.Skarðsmóar - Urðunarstaður lokunaráætlun.

Málsnúmer 1209039Vakta málsnúmer

Lögð var fram drög að lokunaráætlun urðunarstaðarins á Skarðsmóum unnin af Gunnari Svavarssyni verkfræðing hjá Eflu verkfræðistofu. Drögin yfirfarin og samþykkt. Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram og fullgera skýrsluna.

3.Snjómokstur 2012-2013

Málsnúmer 1209040Vakta málsnúmer

Á haustdögum 2009 var snjómokstur á Sauðárkróki boðin út og í framhaldi af því útboði var gengið til samninga við lægstbjóðanda Víðimelsbræður ehf. Samningurinn var til þriggja ára, tilboð voru opnuð 8 október 2009. Samþykkt að bjóða út snjómoksturinn með sama sniði og gert var 2009.

Fundi slitið - kl. 14:45.