Beiðni um styrk
Málsnúmer 1209106
Vakta málsnúmerAtvinnu- og ferðamálanefnd - 85. fundur - 13.09.2012
Tekin fyrir styrkbeiðni frá Pálínu Jónsdóttur listakonu vegna þátttöku í alþjóðlegri matarsýningu á Ítalíu. Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 200.000,- af fjárhagslið 13890. Atvinnu- og ferðamálanefnd óskar Pálínu velgengni í verkefninu og skilyrðir styrkinn við að Matarkista Skagafjarðar verði kynnt á sýningunni og að Sigfús Ingi, starfsmaður nefndarinnar, fylgist með framgangi verkefnisins. Jafnframt fer nefndin fram á að afrakstur ferðarinnar verði kynntur á fundi hennar að sýningu lokinni.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 293. fundur - 03.10.2012
Afgreiðsla 85. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 293. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.