Atvinnu- og ferðamálanefnd
Dagskrá
Ingvar Björn Ingimundarson var í símasambandi við fundinn.
1.Gæran - tónlistarhátíð
Málsnúmer 1206292Vakta málsnúmer
Tekin fyrir styrkbeiðni frá forsvarsmönnum Tónlistarhátíðarinnar Gærunnar sem óska eftir fjárhagslegum stuðningi við hátíðina. Samþykkt að styrkja hátíðina um kr. 150.000,- af fjárhagslið 13890 til viðbótar við annan stuðning sveitarfélagsins. Jafnframt samþykkt að óska eftir upplýsingum um afkomu hátíðarinnar. Atvinnu- og ferðamálanefnd fagnar framtaki forsvarsmanna hátíðarinnar og lýsir yfir ánægju sinni með að Gæran virðist vera að festa sig í sessi.
2.Umsókn um styrk til þátttöku í RIFF
Málsnúmer 1209093Vakta málsnúmer
Tekin fyrir styrkbeiðni frá Skottu ehf. til kvikmyndasýninga á Sauðárkróki í tengslum við Reykjavik International Film Festival. Samþykkt að styrkja Skottu ehf. um kr. 200.000,- af fjárhagslið 13890 um leið og nefndin fagnar framtakinu og því verkefni sem framundan er í samvinnu Skottu, RIFF og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
3.Beiðni um styrk
Málsnúmer 1209106Vakta málsnúmer
Tekin fyrir styrkbeiðni frá Pálínu Jónsdóttur listakonu vegna þátttöku í alþjóðlegri matarsýningu á Ítalíu. Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 200.000,- af fjárhagslið 13890. Atvinnu- og ferðamálanefnd óskar Pálínu velgengni í verkefninu og skilyrðir styrkinn við að Matarkista Skagafjarðar verði kynnt á sýningunni og að Sigfús Ingi, starfsmaður nefndarinnar, fylgist með framgangi verkefnisins. Jafnframt fer nefndin fram á að afrakstur ferðarinnar verði kynntur á fundi hennar að sýningu lokinni.
4.Umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2012/2013
Málsnúmer 1209095Vakta málsnúmer
Tekið fyrir bréf frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem bæjar- og sveitarstjórnum er gefinn kost á að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2012/2013 og skal umsókn send fyrir 28. september nk. Sigfúsi Inga falið að senda inn umsókn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Fundi slitið - kl. 08:56.