Uppbygging tjaldstæðisins í Varmahlíð
Málsnúmer 1210122
Vakta málsnúmerAtvinnu- og ferðamálanefnd - 87. fundur - 12.12.2012
Halldór og Hildur, rekstraraðilar tjaldsvæðanna í Varmahlíð, á Sauðárkróki og á Hofsósi, komu og kynntu nefndinni hugmyndir sínar um frekari uppbyggingu á tjaldsvæðinu í Varmahlíð, og öðrum stöðum sem þau fara með rekstur á.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 296. fundur - 14.12.2012
Afgreiðsla 87. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Atvinnu- og ferðamálanefnd - 89. fundur - 21.03.2013
Atvinnu- og ferðamálanefnd hefur aflað sér gagna og upplýsinga um kostnað við tilteknar lagfæringar á tjaldsvæðinu í Varmahlíð. Samþykkir nefndin að kosta tilfærslu eins rafmagnskassa á svæðinu og leggja lagnir í jörð til að unnt verði að fjölga rafmagnskössum á svæðinu í næsta áfanga, í samræmi við kostnaðarmat framkvæmdasviðs sveitarfélagins. Verður fjárhæðin, allt að kr. 450.000,-, tekin af lið 13090. Fyrir liggur að framkvæmdasvið sveitarfélagins mun ráðast í lagfæringar og gerð skjólbelta á svæðinu.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 299. fundur - 26.03.2013
Afgreiðsla 89. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 299. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.