Atvinnu- og ferðamálanefnd
Dagskrá
1.Minnispunktar frá fundi með stjórn Félags ferðaþjónustunnar
Málsnúmer 1212011Vakta málsnúmer
Sigfús kynnti fund sem hann sat með stjórn Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði. Ferðaþjónustumál rædd og samþykkt að tilnefna Viggó Jónsson og Gunnstein Björnsson sem fulltrúa atvinnu- og ferðamálanefndar í starfshóp með 2 fulltrúum félagsins.
2.Matarkistan Skagafjörður - útgáfa bókar
Málsnúmer 1212056Vakta málsnúmer
Eldað undir bláhimni, nýja matarbókin kynnt fyrir atvinnu- og ferðamálanefnd en Sveitarfélagið Skagafjörður og Matarkistan Skagafjörður eru meðal aðstandenda hennar. Atvinnu- og ferðamálanefnd fagnar útgáfu bókarinnar og telur hana mikilvægan áfanga í Matarkistuverkefninu. Jafnframt þakkar nefndin öllum þeim fjölmörgu aðilum sem styrktu útgáfu bókarinnar og lögðu hönd á plóginn við að tryggja útgáfu hennar.
3.Umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2012/2013
Málsnúmer 1209095Vakta málsnúmer
Atvinnu- og ferðamálanefnd kynnt sú niðurstaða atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis að það féllst á tillögur sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar að breytingum á reglugerð nr. 628/2012 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2012-2013.
4.Fundur um vetrarferðaþjónustu í Tindastóli
Málsnúmer 1212057Vakta málsnúmer
Viggó Jónsson kynnti fund sem skíðadeild Tindastóls og Skagafjarðarhraðlestin stóðu fyrir um vetrarferðaþjónustu í Tindastóli. Fjallað var um margvíslega þjónustu sem er í boði yfir vetrartímann á Norðurlandi vestra, ekki síður en yfir hásumarið.
5.Uppbygging tjaldstæðisins í Varmahlíð
Málsnúmer 1210122Vakta málsnúmer
Halldór og Hildur, rekstraraðilar tjaldsvæðanna í Varmahlíð, á Sauðárkróki og á Hofsósi, komu og kynntu nefndinni hugmyndir sínar um frekari uppbyggingu á tjaldsvæðinu í Varmahlíð, og öðrum stöðum sem þau fara með rekstur á.
Fundi slitið - kl. 17:38.