Fara í efni

Ábending vegna tímasetningar viðburða fyrir börn og unglinga

Málsnúmer 1210208

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 189. fundur - 16.10.2012

Félags- og tómstundanefnd beinir þeim tilmælum til félagasamtaka og annarra sem skipuleggja viðburði fyrir börn að hafa í huga ákvæði Barnaverndarlaga um útivistartíma barna við ákvöðrum um tímasetningu slíkra viðburða. Einnig brýnir nefndin fyrir foreldrum að taka höndum saman um að virða útivistartímann. Nefndin felur félagsmálastjóra að senda bréf á þá sem sinna barna og unglingastarfi auk þess að taka málið fyrir í forvarnahópi.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 295. fundur - 21.11.2012

Afgreiðsla 189. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 295. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.