Fundargerð 10. fundar byggingarnefndar Árskóla lögð fram til afgreiðslu á 613. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð.
Sigurjón Þórðarson óskar bókað: Gögn málsins sem nú hafa fengist fram bera með sér að stærstu framkvæmdir Sveitarfélagsins Skagafjarðar á kjörtímabilinu hafa verið illa undirbúnar. Útsvarsgreiðendur í sveitarfélaginu hljóta að vera hugsi yfir meðferð opinberra fjármuna í þessu máli á þeim tímum sem þröngur rekstur sveitarfélagsins hefur kallað á aðhaldsaðgerðir sem bitnað hafa með beinum hætti á íbúum sveitarfélagsins.
Stefán Vagn Stefánsson óskar bókað: Sú framkvæmd sem hér um ræðir hefur ítrekað verið rædd í byggðarráði og sveitarstjórn og engum gögnum haldið frá sveitarstjórnarfulltrúum. Um fáar framkvæmdir sveitarfélagsins hefur verið eins mikið rætt og viðbyggingu Árskóla og ánægjulegt að sjá þá framkvæmd loks rísa. Sú leið sem samþykkt var að fara er mun hagfelldari fyrir sveitarfélagið og útsvarsgreiðendur en fyrri hugmyndir gerðu ráð fyrir og fellur því vel inn í þær aðhaldsaðgerðir sem sveitarfélagið hefur staðið fyrir.
Sigurjón Þórðarson óskar bókað:
Gögn málsins sem nú hafa fengist fram bera með sér að stærstu framkvæmdir Sveitarfélagsins Skagafjarðar á kjörtímabilinu hafa verið illa undirbúnar. Útsvarsgreiðendur í sveitarfélaginu hljóta að vera hugsi yfir meðferð opinberra fjármuna í þessu máli á þeim tímum sem þröngur rekstur sveitarfélagsins hefur kallað á aðhaldsaðgerðir sem bitnað hafa með beinum hætti á íbúum sveitarfélagsins.
Stefán Vagn Stefánsson óskar bókað:
Sú framkvæmd sem hér um ræðir hefur ítrekað verið rædd í byggðarráði og sveitarstjórn og engum gögnum haldið frá sveitarstjórnarfulltrúum. Um fáar framkvæmdir sveitarfélagsins hefur verið eins mikið rætt og viðbyggingu Árskóla og ánægjulegt að sjá þá framkvæmd loks rísa. Sú leið sem samþykkt var að fara er mun hagfelldari fyrir sveitarfélagið og útsvarsgreiðendur en fyrri hugmyndir gerðu ráð fyrir og fellur því vel inn í þær aðhaldsaðgerðir sem sveitarfélagið hefur staðið fyrir.