Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Baráttan við hjartasjúkdóma
Málsnúmer 1212049Vakta málsnúmer
2.Umsögn um breyttan afgreiðslutíma lyfjabúðar
Málsnúmer 1212051Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Lyfjastofnun þar sem óskað er umsagnar um umsókn frá lyfsöluleyfishafa Lyfju Sauðárkróki um að stytta afgreiðslutíma lyfjabúðarinnar frá og með 1. janúar 2013. Óskað er eftir nýjum afgreiðslutíma þannig að opið verði frá kl. 10:00-18:00 mánudaga til föstudaga og óbreyttur afgreiðslutími verði á laugardögum, þ.e. 11:00-13:00.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
3.Gjaldskrá skólarútu á Sauðárkróki 2013
Málsnúmer 1211136Vakta málsnúmer
Frestað erindi frá 610. fundi byggðarráðs.
Á 82. fundi fræðslunefndar var lagt til að gjaldskrá skólarútu myndi hækka um 9% frá 1. janúar 2013.
Byggðarráð samþykkir að gjaldskráin verði ekki hækkuð og verði óbreytt út skólaárið 2012-2013.
Á 82. fundi fræðslunefndar var lagt til að gjaldskrá skólarútu myndi hækka um 9% frá 1. janúar 2013.
Byggðarráð samþykkir að gjaldskráin verði ekki hækkuð og verði óbreytt út skólaárið 2012-2013.
4.Gjaldskrár og viðmiðunarupphæðir 2013 Félagsþjónusta
Málsnúmer 1211191Vakta málsnúmer
Gjaldskrár og viðmiðunarupphæðir félagsþjónustu árið 2013. Vísað til byggðarráðs frá 190. fundi félags- og tómstundanefndar.
Félags-og tómstundanefnd samþykkir og vísar til Byggðaráðs:
- að gjaldskrá vegna niðurgreiðslu dagvistar á einkaheimilum verði óbreytt.
- að viðmiðun grunnupphæðar fjárhagsaðstoðar árið 2013 verði óbreytt, 82% af lágmarksatvinnuleysisbótum og hækki í 142.200 kr. á mánuði frá og með 1. janúar 2013
- að gjald fyrir unna vinnustund í heimaþjónustu frá 1.1.2013 verði miðað við launaflokk 123-1 skv. samningum Starfsmannafélags Skagafjarðar, 8% persónuálag, kr. 2.049 í stað 1.943 kr. áður.
- að daggjald notenda í Dagdvöl aldraðra verði hækkað úr 1.200 kr í 1.250 kr/dag.
Byggðarráð samþykkir ofangreindar gjaldskrár og viðmiðanir.
Félags-og tómstundanefnd samþykkir og vísar til Byggðaráðs:
- að gjaldskrá vegna niðurgreiðslu dagvistar á einkaheimilum verði óbreytt.
- að viðmiðun grunnupphæðar fjárhagsaðstoðar árið 2013 verði óbreytt, 82% af lágmarksatvinnuleysisbótum og hækki í 142.200 kr. á mánuði frá og með 1. janúar 2013
- að gjald fyrir unna vinnustund í heimaþjónustu frá 1.1.2013 verði miðað við launaflokk 123-1 skv. samningum Starfsmannafélags Skagafjarðar, 8% persónuálag, kr. 2.049 í stað 1.943 kr. áður.
- að daggjald notenda í Dagdvöl aldraðra verði hækkað úr 1.200 kr í 1.250 kr/dag.
Byggðarráð samþykkir ofangreindar gjaldskrár og viðmiðanir.
5.Fjárhagsáætlun 2013 - Skipulags-og byggingarnefnd
Málsnúmer 1210378Vakta málsnúmer
Lögð fram fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarnefndar fyrir málaflokk 09.
Byggðarráð samþykkir að vísa áætlunni til síðari umræðu um fjárhagsáætlun 2013.
Byggðarráð samþykkir að vísa áætlunni til síðari umræðu um fjárhagsáætlun 2013.
6.Fjárhagsáætlun fræðslusviðs
Málsnúmer 1212031Vakta málsnúmer
Lögð fram fjárhagsáætlun fræðslunefndar fyrir málaflokk 04.
Byggðarráð samþykkir að vísa áætlunni til síðari umræðu um fjárhagsáætlun 2013.
Byggðarráð samþykkir að vísa áætlunni til síðari umræðu um fjárhagsáætlun 2013.
7.Fjárhagsáætlun 2013
Málsnúmer 1208106Vakta málsnúmer
Lögð fram til síðari umræðu, drög að fjárhagsáætlun ársins 2013 fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess.
Heildartekjur A+B hluta eru áætlaðar 3.628.240 þús.kr. Rekstrarafgangur A+B hluta er áætlaður 79.271 þús.kr. Skuldir og skuldbindingar 5.666.490 þús.kr., þar af er lífeyirssjóðsskuldbinding 811.620 þús.kr. Nýfjárfestingar 771.255 þús.kr. Seldar eignir 65.000 þús.kr. Ný langtímalán 681.000 þús.kr. og afborganir lána 325.730 þús.kr.
Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2013 til seinni umræðu í sveitarstjórn.
Heildartekjur A+B hluta eru áætlaðar 3.628.240 þús.kr. Rekstrarafgangur A+B hluta er áætlaður 79.271 þús.kr. Skuldir og skuldbindingar 5.666.490 þús.kr., þar af er lífeyirssjóðsskuldbinding 811.620 þús.kr. Nýfjárfestingar 771.255 þús.kr. Seldar eignir 65.000 þús.kr. Ný langtímalán 681.000 þús.kr. og afborganir lána 325.730 þús.kr.
Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2013 til seinni umræðu í sveitarstjórn.
8.Þriggja ára áætlun 2014-2016
Málsnúmer 1210039Vakta málsnúmer
Lögð fram til síðari umræðu, drög að þriggja ára áætlun 2014-2016 fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess.
Byggðarráð samþykkir að vísa þriggja ára áætlun 2014-2016 til seinni umræðu í sveitarstjórn.
Byggðarráð samþykkir að vísa þriggja ára áætlun 2014-2016 til seinni umræðu í sveitarstjórn.
9.Styrkbeiðni - skráning reiðleiða
Málsnúmer 1210123Vakta málsnúmer
Erindið var áður tekið fyrir á 606. fundi byggðarráðs og var vísað til skipulags- og bygginganefndar.
Bókun 239. fundar skipulags- og bygginganefndar er eftirfarandi:
"Erindi vísað frá byggðarráði. Lagt fram bréf frá Landssambandi hestamannafélaga, þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við skráningu reiðleiða í kortagrunn Loftmynda ehf. Landsambandið gerir ráð fyrir að hægt verði á næstu fjórum árum að ljúka við skráningu allra reiðleiða á landinu fáist fjármagn í verkefnið. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og óskar eftir viðræðum við umsækjendur um verkefnið. í Aðalskipulagi er gerð grein fyrir meginreiðleiðum."
Byggðarráð tekur undir afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar og felur henni að ljúka málinu. Kostnaður greiddur af fjárheimild málaflokks 09.
Bókun 239. fundar skipulags- og bygginganefndar er eftirfarandi:
"Erindi vísað frá byggðarráði. Lagt fram bréf frá Landssambandi hestamannafélaga, þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við skráningu reiðleiða í kortagrunn Loftmynda ehf. Landsambandið gerir ráð fyrir að hægt verði á næstu fjórum árum að ljúka við skráningu allra reiðleiða á landinu fáist fjármagn í verkefnið. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og óskar eftir viðræðum við umsækjendur um verkefnið. í Aðalskipulagi er gerð grein fyrir meginreiðleiðum."
Byggðarráð tekur undir afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar og felur henni að ljúka málinu. Kostnaður greiddur af fjárheimild málaflokks 09.
10.Byggingarnefnd Árskóla - 10
Málsnúmer 1211015FVakta málsnúmer
Fundargerð 10. fundar byggingarnefndar Árskóla lögð fram til afgreiðslu á 613. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð.
Sigurjón Þórðarson óskar bókað:
Gögn málsins sem nú hafa fengist fram bera með sér að stærstu framkvæmdir Sveitarfélagsins Skagafjarðar á kjörtímabilinu hafa verið illa undirbúnar. Útsvarsgreiðendur í sveitarfélaginu hljóta að vera hugsi yfir meðferð opinberra fjármuna í þessu máli á þeim tímum sem þröngur rekstur sveitarfélagsins hefur kallað á aðhaldsaðgerðir sem bitnað hafa með beinum hætti á íbúum sveitarfélagsins.
Stefán Vagn Stefánsson óskar bókað:
Sú framkvæmd sem hér um ræðir hefur ítrekað verið rædd í byggðarráði og sveitarstjórn og engum gögnum haldið frá sveitarstjórnarfulltrúum. Um fáar framkvæmdir sveitarfélagsins hefur verið eins mikið rætt og viðbyggingu Árskóla og ánægjulegt að sjá þá framkvæmd loks rísa. Sú leið sem samþykkt var að fara er mun hagfelldari fyrir sveitarfélagið og útsvarsgreiðendur en fyrri hugmyndir gerðu ráð fyrir og fellur því vel inn í þær aðhaldsaðgerðir sem sveitarfélagið hefur staðið fyrir.
Sigurjón Þórðarson óskar bókað:
Gögn málsins sem nú hafa fengist fram bera með sér að stærstu framkvæmdir Sveitarfélagsins Skagafjarðar á kjörtímabilinu hafa verið illa undirbúnar. Útsvarsgreiðendur í sveitarfélaginu hljóta að vera hugsi yfir meðferð opinberra fjármuna í þessu máli á þeim tímum sem þröngur rekstur sveitarfélagsins hefur kallað á aðhaldsaðgerðir sem bitnað hafa með beinum hætti á íbúum sveitarfélagsins.
Stefán Vagn Stefánsson óskar bókað:
Sú framkvæmd sem hér um ræðir hefur ítrekað verið rædd í byggðarráði og sveitarstjórn og engum gögnum haldið frá sveitarstjórnarfulltrúum. Um fáar framkvæmdir sveitarfélagsins hefur verið eins mikið rætt og viðbyggingu Árskóla og ánægjulegt að sjá þá framkvæmd loks rísa. Sú leið sem samþykkt var að fara er mun hagfelldari fyrir sveitarfélagið og útsvarsgreiðendur en fyrri hugmyndir gerðu ráð fyrir og fellur því vel inn í þær aðhaldsaðgerðir sem sveitarfélagið hefur staðið fyrir.
10.1.Verksamningar
Málsnúmer 1211235Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 10. fundar byggingarnefndar Árskóla staðfest á 613. fundi byggðarráðs.
10.2.Viðbygging Árskóli - áfangi II
Málsnúmer 1211237Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 10. fundar byggingarnefndar Árskóla staðfest á 613. fundi byggðarráðs.
10.3.Hönnunarfundir vegna Árskóla
Málsnúmer 1211239Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 10. fundar byggingarnefndar Árskóla staðfest á 613. fundi byggðarráðs.
10.4.Árskóli - Verkfundargerðir vegna viðbyggingar 2012
Málsnúmer 1211240Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 10. fundar byggingarnefndar Árskóla staðfest á 613. fundi byggðarráðs.
11.SSNV Fundargerðir stjórnar 2012
Málsnúmer 1201010Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar SSNV frá 19. nóvember 2012.
Fundi slitið - kl. 12:12.
Byggðarráð þakkar erindið en getur ekki orðið við beiðninni.