Fara í efni

Skólastofa á barnaskólalóð

Málsnúmer 1211018

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 608. fundur - 08.11.2012

Lagt fram bréf frá Skotfélaginu Ósmann, þar sem félagið minnir á vilja félagsins frá árinu 2000, til að kaupa aðra færanlegu skólastofuna á lóð Barnaskólans við Freyjugötu á Sauðárkróki og bókun byggðarráðs vegna þess, sama ár.
Byggðarráð þakkar skotfélaginu fyrir þann áhuga sem það sýnir á húsinu. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvað verður gert við þessar skólastofur, né hvenær.

Sigurjón Þórðarson fulltrúi Frjálslyndra og óháðra óskar bókað:
"Það er ekkert því til fyrirstöðu að hefja strax viðræður um að koma húsinu strax í gagn eftir að það hefur lokið hlutverki sínum sem skólahúsnæði sem er fyrirsjáanlegt í náinni framtíð. Í sveitarfélaginu eru því miður til dæmi um s.s. húsnæði Furukots þar sem aflögð skólahúsnæði er ónýtt svo árum skiptir fáum til gagns. Það er um að gera að koma í veg fyrir að svo verði með það húsnæði sem hér um ræðir.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 295. fundur - 21.11.2012

Sigurjón Þórðarson fulltrúi Frjálslyndra og óháðra kvaddi sér hljóðs og ítrekar bókun sína frá fundi byggðarráðs þann 8. nóvember 2012, svohljóðandi.
"Það er ekkert því til fyrirstöðu að hefja strax viðræður um að koma húsinu strax í gagn eftir að það hefur lokið hlutverki sínum sem skólahúsnæði sem er fyrirsjáanlegt í náinni framtíð. Í sveitarfélaginu eru því miður til dæmi um s.s. húsnæði Furukots þar sem aflögð skólahúsnæði er ónýtt svo árum skiptir fáum til gagns. Það er um að gera að koma í veg fyrir að svo verði með það húsnæði sem hér um ræðir.

Afgreiðsla 608. fundar byggðaráðs staðfest á 295. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.