Lagt fram erindi frá innanríkisráðuneytinu varðandi Sóknaráætlun landshluta, sem er samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga sem hefur það markmið að efla samskipti stjórnsýslustiganna tveggja og færa landshlutunum aukin völd og aukna ábyrgð við forgangsröðun og ráðstöfun opinbers fjármagns úr ríkissjóði. Vakin er athygli sveitarstjórna á þeim möguleika að fá fulltrúa stýrinetsins á fund óski þær eftir nánari upplýsingum um verkefnið, sem á að vera lokið fyrri hluta árs 2013. Byggðarráð samþykkir að óska eftir fundi og felur sveitarstjóra að finna hentugan fundartíma.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir fundi og felur sveitarstjóra að finna hentugan fundartíma.