Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

610. fundur 22. nóvember 2012 kl. 09:00 - 10:24 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Þorsteinn Tómas Broddason áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Beiðni um styrk til nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Málsnúmer 1211106Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá NKG verkefnalausnum ehf. varðandi ósk um framlag í formi hvatningar og styrks til Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda (NKG). Verkefnið hvetur til nýsköpunarkennslu í grunnskólum landsins.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til fræðslunefndar til afgreiðslu.

2.Sóknaráætlun landshlutanna

Málsnúmer 1211109Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá innanríkisráðuneytinu varðandi Sóknaráætlun landshluta, sem er samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga sem hefur það markmið að efla samskipti stjórnsýslustiganna tveggja og færa landshlutunum aukin völd og aukna ábyrgð við forgangsröðun og ráðstöfun opinbers fjármagns úr ríkissjóði. Vakin er athygli sveitarstjórna á þeim möguleika að fá fulltrúa stýrinetsins á fund óski þær eftir nánari upplýsingum um verkefnið, sem á að vera lokið fyrri hluta árs 2013.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir fundi og felur sveitarstjóra að finna hentugan fundartíma.

3.Gjaldskrá leikskóla 2013

Málsnúmer 1211133Vakta málsnúmer

Lögð fram svohljóðandi bókun 82. fundar fræðslunefndar:
"Lögð er fram tillaga um að fæðis- og dvalargjaldskrár í leikskóla hækki um 9% frá og með 1. janúar 2013. Fræðslunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs."

Sigurjón Þórðarson fulltrúi Frjálslyndra og óháðra leggur fram svohljóðandi bókun:
Áhersla Vg. að hækka leikskólagjöld langt umfram verðlag kemur á óvart þar sem flokkurinn boðaði í stjórnarandstöðu gjaldfrjálsan leikskóla. Sömuleiðis boðaði samstarfsflokkur Vg. í meirihluta, í aðdraganda síðustu kosninga að tryggja ódýr leikskólapláss.

Stefán Vagn Stefánsson og Bjarni Jónsson leggja fram svohljóðandi bókun:
Leikskólagjöld verða áfram með þeim allra lægstu á landinu þó þau séu hækkuð til að halda í við kostnaðarhækkanir.

Jón Magnússon og Þorsteinn T. Broddason óska bókað:
Brýnt er að meirihluti sveitarstjórnar snúi sér í ríkari mæli að lækkun útgjalda sveitarfélagsins og tryggi að þær aðgerðir skili árangri áður en lögð eru frekari álögur á íbúa sveitarfélagsins.

Bjarni Jónsson óskar bókað:
Ég bendi á að fræðslunefnd stóð sameiginlega að þessari tillögu til byggðarráðs.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að vísa gjaldskránni til afgreiðslu í sveitarstjórn.

4.Gjaldskrá grunnskóla 2013

Málsnúmer 1211134Vakta málsnúmer

Lögð fram svohljóðandi bókun 82. fundar fræðslunefndar:
"Lögð er fram tillaga um að fæðis- og dvalargjaldskrár í grunnskóla hækki um 9% frá og með 1. janúar 2013. Fræðslunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir samhljóða að vísa gjaldskránni til afgreiðslu í sveitarstjórn.

5.Gjaldskrá tónlistarskóla 2013

Málsnúmer 1211135Vakta málsnúmer

Lögð fram svohljóðandi bókun 82. fundar fræðslunefndar:
"Lögð er fram tillaga um að gjöld í tónlistarskóla hækki um 9% frá og með 1. janúar 2013. Fræðslunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir samhljóða að vísa gjaldskránni til afgreiðslu í sveitarstjórn.

6.Gjaldskrá skólarútu á Sauðárkróki 2013

Málsnúmer 1211136Vakta málsnúmer

Lögð fram svohljóðandi bókun 82. fundar fræðslunefndar:
"Lögð er fram tillaga um að gjald í skólarútu á Sauðárkróki hækki um 9% frá og með 1. janúar 2013. Fræðslunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

7.Fjárhagsáætlun 2013 - Atvinnu- og ferðamál

Málsnúmer 1211100Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að fjárhagsáætlun 2013 vegna atvinnu- og ferðamála (hluti málaflokks 13).

8.Samtök sjávarútvegssveitarfélaga

Málsnúmer 1211129Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerð 1. fundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 22. október 2012 og fundargerð 2. fundar samtakanna frá 7. nóvember 2012.

9.Svar við umsögn sveitarfélagsins

Málsnúmer 1211114Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar svarbréf frá innanríkisráðuneytinu vegna umsagnar sveitarfélagsins um reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga.

10.Áætluð úthlutun framlaga vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum 2013

Málsnúmer 1211142Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá innanríkisráðuneytinu þar sem tilkynnt er um áætlað framlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2013. Samtals nemur áætlað framlag 20.000.000 kr.

11.Áríðandi tilkynning varðandi gildi deiliskipulags

Málsnúmer 1211115Vakta málsnúmer

Lögð fram tilkynning frá Skipulagsstofnun varðandi gildi deiliskipulags sem birt hefur verið í Stjórnartíðindum árin 2011 og 2012.

Fundi slitið - kl. 10:24.