Fara í efni

Gjaldskrá leikskóla 2013

Málsnúmer 1211133

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 82. fundur - 19.11.2012

Lögð er fram tillaga um að fæðis- og dvalargjaldskrár í leikskóla hækki um 9% frá og með 1. janúar 2013. Fræðslunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 610. fundur - 22.11.2012

Lögð fram svohljóðandi bókun 82. fundar fræðslunefndar:
"Lögð er fram tillaga um að fæðis- og dvalargjaldskrár í leikskóla hækki um 9% frá og með 1. janúar 2013. Fræðslunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs."

Sigurjón Þórðarson fulltrúi Frjálslyndra og óháðra leggur fram svohljóðandi bókun:
Áhersla Vg. að hækka leikskólagjöld langt umfram verðlag kemur á óvart þar sem flokkurinn boðaði í stjórnarandstöðu gjaldfrjálsan leikskóla. Sömuleiðis boðaði samstarfsflokkur Vg. í meirihluta, í aðdraganda síðustu kosninga að tryggja ódýr leikskólapláss.

Stefán Vagn Stefánsson og Bjarni Jónsson leggja fram svohljóðandi bókun:
Leikskólagjöld verða áfram með þeim allra lægstu á landinu þó þau séu hækkuð til að halda í við kostnaðarhækkanir.

Jón Magnússon og Þorsteinn T. Broddason óska bókað:
Brýnt er að meirihluti sveitarstjórnar snúi sér í ríkari mæli að lækkun útgjalda sveitarfélagsins og tryggi að þær aðgerðir skili árangri áður en lögð eru frekari álögur á íbúa sveitarfélagsins.

Bjarni Jónsson óskar bókað:
Ég bendi á að fræðslunefnd stóð sameiginlega að þessari tillögu til byggðarráðs.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að vísa gjaldskránni til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 296. fundur - 14.12.2012

Gjaldskrá leikskóla 2013, sem samþykkt var á 82. fundi fræðslunefndar og vísað til byggðarráðs, samþykkt á 610. fundi byggðarráðs sem vísaði gjaldskránni til samþykktar sveitarstjórnar.

Gjaldskrá fyrir leikskóla Skagafjarðar frá 1. janúar 2013
Almennt gjald
Dvalartími klst,dag /Mánaðargjald /Morgunhressing /Hádegismatur /Síðdegishressing /Upphæð samtals

4,0/ 10.099/ 2.391/ 5.201/ 17.691/
4,5/ 11.361/ 2.391/ 5.201/ 18.953/
5,0/ 12.624/ 2.391/ 5.201/ 20.215/
5,5/ 13.886/ 2.391/ 5.201/ 21.478/
6,0/ 15.148/ 2.391/ 5.201/ 22.740/
6,5/ 16.411/ 2.391/ 5.201/ 24.003/
7,0/ 17.673/ 2.391/ 5.201/ 2.391/ 27.655/
7,5/ 18.935/ 2.391/ 5.201/ 2.391/ 28.918/
8,0/ 20.198/ 2.391/ 5.201/ 2.391/ 30.180/
8,5/ 21.460/ 2.391/ 5.201/ 2.391/ 31.442/
9,0/ 22.722/ 2.391/ 5.201/ 2.391/ 32.705/
9,5/ 23.985/ 2.391/ 5.201/ 2.391/ 33.967
Sérgjald
4,0/ 7.072/ 2.391/ 5.201/ 14.663
4,5/ 7.956/ 2.391/ 5.201/ 15.547
5,0/ 8.839/ 2.391/ 5.201/ 16.431
5,5/ 9.723/ 2.391/ 5.201/ 17.315
6,0/ 10.607/ 2.391/ 5.201/ 18.199
6,5/ 11.491/ 2.391/ 5.201/ 19.083
7,0/ 12.375/ 2.391/ 5.201/ 2.391/ 22.358
7,5/ 13.259/ 2.391/ 5.201/ 2.391/ 23.242
8,0/ 14.143/ 2.391/ 5.201/ 2.391/ 24.126
8,5/ 15.027/ 2.391/ 5.201/ 2.391/ 25.009
9,0/ 15.911/ 2.391/ 5.201/ 2.391/ 25.893
9,5/ 16.795/ 2.391/ 5.201/ 2.391/ 26.777

Systkinaafsláttur er veittur af leikskólagjaldi, 50% við 2. barn og 100% við 3 barn.
Klst gjald er 2.525 kr. af almennu gjaldi
Klst gjald af sérgjaldi er kr. 1.768
Sæki foreldrar barn sitt eftir umsaminn dvalartíma oftar en tvisvar á hverju 30 daga tímabili greiða þeir kr. 1090.- krónur í sektargjald.


Sigurjón Þórðarson fulltrúi Frjálslyndra og óháðra leggur fram svohljóðandi bókun:
Áhersla Vg. að hækka leikskólagjöld langt umfram verðlag kemur á óvart þar sem flokkurinn boðaði í stjórnarandstöðu gjaldfrjálsan leikskóla. Sömuleiðis boðaði samstarfsflokkur Vg. í meirihluta, í aðdraganda síðustu kosninga að tryggja ódýr leikskólapláss.


Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og lagði fra eftirfarandi bókun:
Sveitarfélagið Skagafjörður er því miður ekki undanþegið því að þurfa að hækka gjöld til að halda í við verðlagsbreytingar undanfarinna ára. Hækkanir á leikskólagjöldum frá 2008 eru umtalsvert lægri en verðlagshækkanir á sama tíma. Leikskólagjöld í Skagafirði verða áfram með því lægsta sem gerist á landsvísu.

Gjaldskrá leikskóla 2013 borin undir atkvæði og samþykkt með átta atkvæðum gegn einu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 296. fundur - 14.12.2012

Afgreiðsla 82. fundar fræðslunefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.