Fara í efni

Gjaldskrá grunnskóla 2013

Málsnúmer 1211134

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 82. fundur - 19.11.2012

Lögð er fram tillaga um að fæðis- og dvalargjaldskrár í grunnskóla hækki um 9% frá og með 1. janúar 2013. Fræðslunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 610. fundur - 22.11.2012

Lögð fram svohljóðandi bókun 82. fundar fræðslunefndar:
"Lögð er fram tillaga um að fæðis- og dvalargjaldskrár í grunnskóla hækki um 9% frá og með 1. janúar 2013. Fræðslunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir samhljóða að vísa gjaldskránni til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 296. fundur - 14.12.2012

Tillaga fræðslunefndar um að fæðis- og dvalargjaldskrár í grunnskóla hækki um 9% frá og með 1. janúar 2013, samþykkt á 610. fundi byggðarráðs og vísað til samþykktar í sveitarstjórn.

Fæðisgjöld í grunnskóla, á einnig við um heilsdagsskóla.
Morgunverður kr. 160,-
Hádegisverður kr. 332,-
Samtals í áskrift kr. 492,-
Stök máltíð í hádegi kr. 432,-

Heilsdagsskóli. Árvist og dvöl utan skólatíma í öðrum grunnskólum.
Dvalargjald - hver klukkustund kr. 209,-

Systkinaafsláttur er veittur af dvalargjaldi en ekki af fæðiskostnaði. Afslátturinn reiknast þannig að 50% afsláttur er veittur við 2. barn (eldra barn) og 100% við 3. barn og fleiri (aflsátturinn miðast alltaf við elsta barn). Börn búsett utan Sauðárkróks hafa forgang í Árvist. Þau greiða 20% af dvalargjaldi sem er efnis- og þátttökugjald, en fullt gjald fyrir fæði.

Gjaldskrá grunnskóla 2013 borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 296. fundur - 14.12.2012

Afgreiðsla 82. fundar fræðslunefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.