Lagður fram tölvupóstur nefndasviði Alþingis þar sem atvinnuveganefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (heildarlög) mál nr.570.
"Mikilvægt er að kveðið sé á um það í lögum að nytjastofnar við Ísland séu í óskoraðri þjóðareign og að réttur sjávarbyggða og íbúa þeirra verði tryggður gagnvart nýtingu auðlindarinnar. Þá þarf að vera tryggt að atvinnugreininni sé búið nauðsynlegt rekstraröryggi ásamt því að gætt sé að hagkvæmnissjónarmiðum í þeirri umgjörð sem sjávarútvegi er búin af hálfu stjórnvalda. Byggðaráð Skagafjarðar leggur áherslu á að ekki verði gerðar neinar þær breytingar á lögum er varða sjávarútveg, sem er ein mikilvægasta atvinnugrein héraðsins, er orðið geti til að veikja stöðu byggðalagsins. Grundvallar markmið lagabreytinga þarf að vera að styrkja veiðar og vinnslu í sjávarbyggðum og auka búsetuöryggi á svæðum sem byggja afkomu sína að stóru leyti á sjávarútvegi. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar gerir alvarlegar athugasemdir við þann skamma fyrirvara sem gefinn er til umsagnar um frumvarpið. Einnig eru gerðar athugasemdir við að með frumvarpinu sé ekki lögð fram heildstæð úttekt á fjárhagslegum og/ eða samfélagslegum áhrifum þess líkt og gert er ráð fyrir í 129. gr. Sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.?
Stefán Vagn Stefánsson Bjarni Jónsson Jón Magnússon Sigurjón Þórðarson Þorsteinn Tómas Broddason
Sigurjón Þórðarson leggur fram eftirfarandi bókun: Frumvarpið felur í sér að festa núverandi veiðistjórnun í sessi næstu áratugina þrátt fyrir þá staðreynd að kvótakerfið hafi leitt yfir þjóðina mun minni botnfiskafla frá upptöku þess en fyrir daga þess.
"Mikilvægt er að kveðið sé á um það í lögum að nytjastofnar við Ísland séu í óskoraðri þjóðareign og að réttur sjávarbyggða og íbúa þeirra verði tryggður gagnvart nýtingu auðlindarinnar. Þá þarf að vera tryggt að atvinnugreininni sé búið nauðsynlegt rekstraröryggi ásamt því að gætt sé að hagkvæmnissjónarmiðum í þeirri umgjörð sem sjávarútvegi er búin af hálfu stjórnvalda.
Byggðaráð Skagafjarðar leggur áherslu á að ekki verði gerðar neinar þær breytingar á lögum er varða sjávarútveg, sem er ein mikilvægasta atvinnugrein héraðsins, er orðið geti til að veikja stöðu byggðalagsins. Grundvallar markmið lagabreytinga þarf að vera að styrkja veiðar og vinnslu í sjávarbyggðum og auka búsetuöryggi á svæðum sem byggja afkomu sína að stóru leyti á sjávarútvegi.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar gerir alvarlegar athugasemdir við þann skamma fyrirvara sem gefinn er til umsagnar um frumvarpið. Einnig eru gerðar athugasemdir við að með frumvarpinu sé ekki lögð fram heildstæð úttekt á fjárhagslegum og/ eða samfélagslegum áhrifum þess líkt og gert er ráð fyrir í 129. gr. Sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.?
Stefán Vagn Stefánsson
Bjarni Jónsson
Jón Magnússon
Sigurjón Þórðarson
Þorsteinn Tómas Broddason
Sigurjón Þórðarson leggur fram eftirfarandi bókun: Frumvarpið felur í sér að festa núverandi veiðistjórnun í sessi næstu áratugina þrátt fyrir þá staðreynd að kvótakerfið hafi leitt yfir þjóðina mun minni botnfiskafla frá upptöku þess en fyrir daga þess.