Fara í efni

Nýtt nafn á Félagsheimili Rípurhrepps

Málsnúmer 1302207

Vakta málsnúmer

Menningar- og kynningarnefnd - 66. fundur - 29.04.2013

Lagt fram erindi frá rekstraraðilum Félagsheimilis Rípurhrepps hins forna, varðandi ósk um nafnbreytingu á félagsheimilinu. Fylgja með tillögur um nöfn, sem safnað var á síðasta þorrablóti Nesbúa.
Nefndin leggur til að ekki verði farið í nafnbreytingu á félagsheimilinu, nema í nánu samráði við meðeiganda og íbúa í Hegranesi. Sigfúsi Inga Sigfússyni falið að kanna hug meðeiganda til málsins.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 301. fundur - 15.05.2013

Afgreiðsla 66. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 301. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Menningar- og kynningarnefnd - 67. fundur - 23.10.2013

Menningar- og kynningarnefnd hefur móttekið bréf frá formanni kvenfélags Rípurhrepps þar sem fram kemur að félagið, sem meðeigandi að félagsheimili Rípurhrepps, samþykkir að breyta megi heiti hússins. Nefndin er sama sinnis og felur rekstraraðilum að kanna með formlegum hætti hug íbúa Rípurhrepps hins forna til nýrrar nafngiftar hússins og beri það undir atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd til samþykktar áður en nýtt nafn er gert opinbert.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 307. fundur - 30.10.2013

Afgreiðsla 67. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 307. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.