Fara í efni

Menningar- og kynningarnefnd

67. fundur 23. október 2013 kl. 15:00 - 16:39 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Björg Baldursdóttir formaður
  • Sigríður Magnúsdóttir varaform.
  • Árni Gísli Brynleifsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri á stjórnsýslu- og fjármálasviði
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2014 - kynningarmál

Málsnúmer 1310158Vakta málsnúmer

Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 21470 - kynningarmál, vegna ársins 2014. Til ráðstöfunar eru kr. 4.500.000,- Nefndin samþykkir að vísa fyrirliggjandi áætlun til byggðarráðs.

2.Fjárhagsáætlun 2014 - menningarmál

Málsnúmer 1310157Vakta málsnúmer

Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 05 - menningarmál, vegna ársins 2014. Til ráðstöfunar eru kr. 133.565.000,- Nefndin samþykkir að vísa fyrirliggjandi áætlun til byggðarráðs.

3.Nýting Gamla Barnaskólans við Freyjugötu

Málsnúmer 1308123Vakta málsnúmer

Menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og bókar samhljóða atvinnu- og ferðamálanefnd: Ekki liggur fyrir hver framtíð gamla barnaskólans á Sauðárkróki eða lóðarinnar sem hann stendur á verður þegar flutningum í nýtt húsnæði og tæmingu hússins verður lokið. Hugmyndir Björns Björnssonar og annarra verða hafðar til hliðsjónar þegar að þeirri ákvarðanatöku kemur.

4.Reglur um heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar - endurskoðun

Málsnúmer 1310139Vakta málsnúmer

Menningar- og kynningarnefnd samþykkir að fela sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að gera drög að nýjum reglum um heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem tekur mið af nýjum samþykktum sveitarfélagsins.

5.Félagsheimili í Skagafirði. Stöðuyfirlit apríl 2013.

Málsnúmer 1304365Vakta málsnúmer

Menningar- og kynningarnefnd leggur áherslu á að í fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 verði lagt fjármagn til lögfræðilegrar aðstoðar við að skýra eignarhald á félagsheimilum og lóðum sem þau standa á, í samræmi við niðurstöður skýrslu um félagsheimili í Skagafirði, frá apríl 2013.

6.Aflausnarbeiðni úr hússtjórn Árgarðs

Málsnúmer 1308022Vakta málsnúmer

Menningar- og kynningarnefnd hefur móttekið lausnarbeiðni úr hússtjórn Árgarðs frá Eyjólfi Þórarinssyni. Nefndin þakkar Eyjólfi fyrir góð og vel unnin störf í stjórninni fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Nefndin felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma með tillögu að nýjum einstaklingi í hússtjórn Árgarðs.

7.Ósk um framlengingu á samningi um rekstur Félagsheimilisins Ketiláss

Málsnúmer 1306018Vakta málsnúmer

Menningar- og kynningarnefnd hefur móttekið erindi frá Stefaníu Hjördísi Leifsdóttur þar sem hún óskar eftir framlengingu á samningi sínum um rekstur Félagsheimilisins Ketiláss. Nefndin felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að gera drög að nýjum samningi við Ferðaþjónustuna Brúnastöðum ehf.

8.Nýtt nafn á Félagsheimili Rípurhrepps

Málsnúmer 1302207Vakta málsnúmer

Menningar- og kynningarnefnd hefur móttekið bréf frá formanni kvenfélags Rípurhrepps þar sem fram kemur að félagið, sem meðeigandi að félagsheimili Rípurhrepps, samþykkir að breyta megi heiti hússins. Nefndin er sama sinnis og felur rekstraraðilum að kanna með formlegum hætti hug íbúa Rípurhrepps hins forna til nýrrar nafngiftar hússins og beri það undir atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd til samþykktar áður en nýtt nafn er gert opinbert.

9.Ársreikningur Ketiláss 2012

Málsnúmer 1306201Vakta málsnúmer

Ársreikningur rekstraraðila félagsheimilisins Ketiláss fyrir árið 2012 lagður fram til kynningar.

10.Félagsheimilið Ljósheimar - Ársreikningur 2012

Málsnúmer 1305204Vakta málsnúmer

Ársreikningur rekstraraðila félagsheimilisins Ljósheima fyrir árið 2012 lagður fram til kynningar.

11.Bifröst - samningur um rekstur

Málsnúmer 1310252Vakta málsnúmer

Menningar- og kynningarnefnd hefur móttekið erindi frá Króksbíó ehf. þar sem óskað er eftir framlengingu á samningi um rekstur á félagsheimilinu Bifröst. Nefndin felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að gera drög að nýjum samningi við Króksbíó ehf.
Í ljósi þess að þetta er síðasti fundur menningar- og kynningarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar þakkar formaður nefndarmönnum og starfsmönnum nefndarinnar fyrir ánægjulegt samstarf.

Fundi slitið - kl. 16:39.