Fara í efni

Fuglaskoðunarhús

Málsnúmer 1302209

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 83. fundur - 27.02.2013

Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar vinnuhópi um fuglatengda ferðaþjónustu fyrir sýndan áhuga og sviðsstjóra falið að koma verkinu af stað með viðeigandi hætti. Stefnt er að því koma húsinu upp við Tjarnartjörn fyrir vorið.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 299. fundur - 26.03.2013

Afgreiðsla 83. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 299. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 96. fundur - 27.03.2014

Lögð var fram teikning sem sýnir mögulega staðsetningu fuglaskoðunarhúss við austurenda Áshildarholtsvatns.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 313. fundur - 09.04.2014

Afgreiðsla 96. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 313. fundi sveitarstjórnar 9. apríl 2014 með níu atkvæðum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 98. fundur - 12.05.2014

Farið var yfir stöðu mála vegna fuglaskoðunarhúss við Áshildarholtsvatn. Leitað hefur verið sérfræðiálits vegna staðsetningar hússins og var niðurstaðan sú að heppilegasti staður fyrir fuglaskoðun sé við austur enda vatnsins. Búið er að ganga frá samningum við landeiganda vegna hússins og er stefnt á það að setja það niður fyrir lok mánaðarins.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 316. fundur - 11.06.2014

Afgreiðsla 98. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 315. fundi sveitarstjórnar 11. júní 2014 með níu atkvæðum.