Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

96. fundur 27. mars 2014 kl. 16:00 - 16:50 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Sigurlaug Kristín Konráðsdóttir aðalm.
  • Jón Sigurðsson áheyrnarftr.
  • Guðný Herdís Kjartansdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Gunnar Sigurjón Steingrímsson yfirhafnarvörður
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá
Gunnar Steingrímsson, yfirhafnavörður, sat 1. og 2. lið fundar.

1.Skagafjarðarhafnir - ársyfirlit 2013

Málsnúmer 1401327Vakta málsnúmer

Gunnar Steingrímsson, yfirhafnarvörður, fór yfir ársyfirlit 2013 fyrir Skagafjarðarhafnir.
Örlítill samdráttur er í lönduðum afla frá árinu 2012, bæði á Sauðárkrók og Hofsós.
Að jafnaði voru flutt frá Sauðárkrókshöfn um 1.000 tonn af blönduðum varningi á mánuði.
Nefndin lýsir ánægju sinni með að strandflutningar skuli vera hafnir aftur og vonast til þess að þeir haldi áfram að eflast.

2.Smábátahöfn - flotbryggjur

Málsnúmer 1212094Vakta málsnúmer

Gunnar Steingrímsson greindi frá erindi sínu varðandi smábátahöfn.
Notendur viðlegufingra 1-2 og 3 næst landi við 80 metra flotbryggju, ?öldubrjót?, hafa kvartað undan því að þröngt sé á milli enda 60 metra flotbryggju og viðlegufingra á öldubrjót og að nánast sé útilokað sé að leggjast að fingrunum ef eitthvað er að veðri vegna þessara þrengsla. Farið var þess á leit við verktaka sem sá um framleiðslu og niðursetningu á flotbryggjum í fyrra að koma með tillögu að úrbótum vegna þessa.
Fyrirtækið, KrÓli ehf., hefur nú gert höfninni tilboð í flutning á fremstu einingu á fingurbryggju á syðsta landstöpulinn og jafnframt boðið styttri einingu í stað þeirrar sem yrði flutt.
Í erindinu kemur einnig fram að nýting á viðleguplássum hafi verið mjög góð á síðasta ári þar sem upp undir 90% af plássi hafi verið nýtt, 30 pláss sem heilsársviðlegur og 12 pláss í mánaðarleigu.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að gengið verði að fyrirliggjandi tilboði frá KrÓla ehf. og að verkefnið verði fjármagnað með eigin fé Hafnarsjóðs. Nefndin vísar málinu til Byggðaráðs til samþykkis.

3.Endurskoðun samgönguáætlunar, fjarskiptaáætlunar, samráðsfundir ofl

Málsnúmer 1403219Vakta málsnúmer

Erindi innanríkisráðuneytis til Samtaka Sveitarfélaga á Norðurlandi Vestra vegna endurskoðunnar samgönguáætlunar 2015-2026 lagt fram til kynningar.
Lagt er til að fulltrúar úr umhverfis- og samgöngunefnd sveitarfélagsins Skagafjarðar sitji fundinn.

4.Hraðatakmarkanir á Sauðárkróki

Málsnúmer 1306151Vakta málsnúmer

Samkvæmt bókun umhverfis- og samgönunefndar frá 29.10.2013 va stefnt að því að uppsetningu hraðatakmörkunarskilta yrði lokið í janúar 2014. Það hefur ekki gengið eftir en nú er stefnt að því að hefja uppsetningu skilta í næstu viku og gert ráð fyrir að hraðatakmarkanir taki gildi fyrir 1. maí.
Ákveðið var að fela sviðsstjóra og formanni að kynna málið.

5.Fuglaskoðunarhús

Málsnúmer 1302209Vakta málsnúmer

Lögð var fram teikning sem sýnir mögulega staðsetningu fuglaskoðunarhúss við austurenda Áshildarholtsvatns.

Fundi slitið - kl. 16:50.