Húsnæði fyrir Félagasamtök - Lýðræðisfélagið Aldan
Málsnúmer 1305258
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 626. fundur - 06.06.2013
Lagt fram til kynningar bréf frá Öldu - félagi um sjálfbærni og lýðræði. Í bréfinu kalla Alda eftir því að sveitarfélög tryggi grasrótar- og félagasamtökum húsnæði. Í bréfinu segir einnig: "Alda telur óheppilegt að grasrótarfélög séu háð fjárframlagi tiltekinna félaga eða stjórnmálasamtaka og þurfi að reiða sig á slíkt. Betra sé að aðgengi að húsnæði sé tryggt á jafnræðisgrundvelli af hálfu hins opinbera. Nóg er til af húsnæði sem stendur alltaf autt eða einhvern hluta úr degi/viku/ári. Alda telur afar mikilvægt að finna lausn til að nýta það húsnæði betur en nú er gert í þágu félagsstarfs fullorðinna."
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 303. fundur - 20.06.2013
Afgreiðsla 626. fundar byggðaráðs staðfest á 303. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.