Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

626. fundur 06. júní 2013 kl. 09:00 - 10:54 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Þorsteinn Tómas Broddason áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjori stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Aðalfundur 2013

Málsnúmer 1305309Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð um aðalfund Eyvindarstaðaheiðar ehf., föstudaginn 7. júní 2013.
Byggðarráð samþykkir að Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.

2.Fuglahús- gjöf frá NNV

Málsnúmer 1306013Vakta málsnúmer

Stjórn Náttúrustofu Norðurlands vestra hefur fært Sveitarfélaginu Skagafirði veglegt fuglahús að gjöf. Smíði hússins var kostuð af Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar, stofnanda Hagkaups, Verkfræðistofunni Stoð, Tréiðnaðardeild Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga, auk þess lagði NNV fé og vinnu í verkið.
Byggðarráð þakkar þeim sem að málinu komu fyrir þessa veglegu gjöf sem mun nýtast vel til að auka fjölbreytileika í afþreyingu fyrir íbúa og gesti í héraðinu.

3.Hagsmunasamtök heimilanna - opið bréf um nauðungarsölur

Málsnúmer 1305235Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Hagsmunasamtölum heimilanna, þar sem skorað er á sveitarfélögin á landsvísu að að hefja sem fyrst
aðgerðir til að stemma stigu við heimilisleysi í sveitarfélaginu, sem rekja má til skorts á aðgæslu að réttindum neytenda við nauðungarsölur og aðrar fullnustugerðir.
Byggðarráð mun hér eftir sem hingað til styðja við þá íbúa sveitarfélagsins sem eiga i vök að verjast vegna félagslegra aðstæðna samkvæmt lögum um félagsþjónustu.

4.Þjóðlendukröfur á Norðvesturlandi

Málsnúmer 1201163Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að texta varðandi sættir við óbyggðanefnd um Almenning á Skaga.
Byggðarráð samþykkir að unnið verði áfram að málinu samkvæmt fyrirliggjandi drögum.

5.Malbikun á geymslusvæði hafnar

Málsnúmer 1305092Vakta málsnúmer

Erindinu vísað til byggðarráðs frá 85. fundi umhverfis- og samgöngunefndar, þar sem svo hljóðandi bókun var gerð:
"Erindi frá Gunnari Steingrímssyni, yfirhafnaverði, vegna malbikunnar á geymslusvæði hafnarinnar lagt fram til kynningar.
Samþykkt að vísa til Byggðarráðs og fjárhagsáætlunnar fyrir árið 2014."
Byggðarráð samþykkir að taka erindið til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar 2014.

6.Íþróttavöllurinn á Sauðárkróki

Málsnúmer 1302044Vakta málsnúmer

Stefán Vagn Stefánsson vék af fundi undir afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Samningi um umsjón Sauðárkróksvallar milli sveitarfélagsins og knattspyrnudeildar Umf. Tindastóls vísað til byggðarráðs frá 196. fundi félags- og tómstundanefndar.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samning með fyrirvara um samþykki og undirritun aðalstjórnar Umf. Tindastóls. Gildistími samningsins er til 30. september 2013.

Þorsteinn Broddason gerir svohljóðandi bókun:
Samningur sá er hér um ræðir hefur ekki farið í formlega kynningu hjá þeim hagsmunaaðilum sem nýta íþróttavöllinn ásamt knattspyrnudeildinni. Það er lágmarks kurteisi við þá sem nýta mannvirki sveitarfélagsins að kynna fyrir þeim breytingar á umsjón þeirra. Völlurinn er í verulega slæmu ástandi og skýrsla Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) um ástandið og aðgerðir til að koma vellinum í nothæft ástand verða bæði kostnaðarsamar og tímafrekar. Það er því undarlegt að ekki sé gerður viðauki við þennan samning sem tekur á þeirri framkvæmd. Í meðförum byggðarráðs hefur samningnum verið breytt frá því sem samþykkt var í Félags- og tómstundanefnd sem væntanlega verður til kostnaðarauka fyrir málaflokkinn. Eðlilegt væri því að samningurinn færi aftur til umræðu í nefndinni áður en skrifað er undir hann.

7.Aðalgata 5,Sauðárkróksbakarí - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1305238Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Róberts Óttarssonar um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Sauðárkróksbakarí, Aðalgötu 5, 550 Sauðárkróki. Kaffihús, veitingaleyfi - flokkur II.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

8.Aðalgata 16,Kaffi Krókur - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1305303Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Sigurpáls Aðalsteinssonar um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Kaffi Krók, Aðalgötu 16, 550 Sauðárkróki. Veitingahús, veitingaleyfi - flokkur III.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

9.Mælifellsrétt

Málsnúmer 1305263Vakta málsnúmer

Lögð fram samantekt veitu- og framkvæmdasviðs um ástand Mælifellsréttar og mögulegar leiðir til úrbóta.
Byggðarráð samþykkir tillögu veitu- og framkvæmdasviðs um úrbætur sem fyrirhugaðar eru á árinu 2013. Áætlaður kostnaður er 8.700.000 kr. og rúmast innan fjárfestingaliðs eignasjóðs í fjárhagsáætlun 2013.

10.Nýsköpunarráðstefna og nýsköpunarverðlaun

Málsnúmer 1306007Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um nýsköpunarráðstefnu og nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2013. Óskað er eftir formlegum tilnefningum frá sveitarfélögunum og frestur til að leggja þær fram er til 1. nóvember 2013.

11.Húsnæði fyrir Félagasamtök - Lýðræðisfélagið Aldan

Málsnúmer 1305258Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Öldu - félagi um sjálfbærni og lýðræði. Í bréfinu kalla Alda eftir því að sveitarfélög tryggi grasrótar- og félagasamtökum húsnæði. Í bréfinu segir einnig: "Alda telur óheppilegt að grasrótarfélög séu háð fjárframlagi tiltekinna félaga eða stjórnmálasamtaka og þurfi að reiða sig á slíkt. Betra sé að aðgengi að húsnæði sé tryggt á jafnræðisgrundvelli af hálfu hins opinbera. Nóg er til af húsnæði sem stendur alltaf autt eða einhvern hluta úr degi/viku/ári. Alda telur afar mikilvægt að finna lausn til að nýta það húsnæði betur en nú er gert í þágu félagsstarfs fullorðinna."

12.Fundargerðir stjórnar SSNV 2013

Málsnúmer 1301012Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar SSNV frá 24. maí 2013.

13.Leiðbeiningar um viðauka við fjárhagsáætlun

Málsnúmer 1306020Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem fram koma leiðbeiningar til sveitarstjórna um viðauka við fjárhagsáætlun.

14.Rekstrarupplýsingar 2013

Málsnúmer 1305122Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins og stofnana fyrir tímabilið janúar-apríl 2013.

15.Stjórnsýsluskoðun KPMG vegna ársins 2012

Málsnúmer 1304406Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar stjórnsýsluskoðunarskýrsla KPMG til sveitarstjóra vegna ársins 2012.

16.Fundargerð stjórnar 18. apríl 2013

Málsnúmer 1305274Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Markaðsskrifstofu Norðurlands ehf. frá 18.apríl 2013.

Fundi slitið - kl. 10:54.