Norðurbrún - frágangur lóða
Málsnúmer 1305307
Vakta málsnúmerStjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 2012. fundur - 19.12.2012
Fundurinn samþykkir að láta klára vinnu við afmörkun lóða og hnitsetningu við Norðurbrún í Varmahlíð. Einnig þarf að stofna lóð fyrir veitumannvirki í Reykjarhólslandi. Formanni falið að hafa samband við STOÐ ehf verkfræðistofu sem unnið hefur að þessum málum.
Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 1. fundur - 18.04.2013
Lóðamælingar: Samkvæmt beiðni stjórnar vann Stoð ehf verkfræðistofa lóðamælingar á Norðurbrún í Varmahlíð. Formaður lagði fram þær mælingar ásamt minnispunktum frá Atla G. Arnórssyni og Sólveigu Sigurðardóttur sem verkið unnu.Nokkur munur er á stærð lóða sk. leigusamningi annarsvegar og deiliskipulagi hinsvegar.
Stjórn samþykkir tillögur Stoðar og formanni falið að vinna tillögur áfram með formlegum hætti.
Stjórn samþykkir tillögur Stoðar og formanni falið að vinna tillögur áfram með formlegum hætti.